Sunnudagur 26.janúar 2020
Matur

Auglýsingu kippt úr birtingu eftir að Mel B reiddist og bað um „tafarlaus“ viðbrögð

DV Matur
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 10:30

Mel B ekki sátt. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski verslunarrisinn Tesco hefur tekið auglýsingu með mynd af Kryddpíunni Mel B úr birtingu eftir að Kryddpían kvartaði. Um var að ræða mynd frá Brit-verðlaunahátíðinni árið 1997 þar sem Mel B sást syngja í hlébarðagalla. Í auglýsingunni var tilvísun í fræga slagarann með Spice Girls, Stop right now.

Auglýsingarnar birtust meðal annars á strætóskýlum og tók Mel B sjálf mynd af einu slíku og setti á Instagram með skilaboðunum:

„Getur framkvæmdastjóri Tesco, Dave Lewis, haft samband við mig tafarlaust. Takk fyrir.“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og reiddust aðdáendur hennar mjög yfir þessu athæfi Tesco. Gengu sumir svo langt að bjóða Kryddpíunni ókeypis lögfræðiaðstoð. Svo fór að Tesco fjarlægði auglýsinguna úr herferð sinni, sem gengur út á að vísa í fræga viðburði eða manneskjur síðustu hundrað árin.

Talsmaður Tesco segir í samtali við Sky fréttastofuna að ætlunin hafi ekki verið að koma Kryddpíunni í uppnám.

„Við í Tesco erum miklir aðdáendur Mel B og vorum spennt að hafa hana í herferðinni,“ segir hann og bætir við að myndin hafi ekki verið birt í óleyfi.

„Við vorum með leyfi til að nota myndina en við hörmum að Mel B sé svona sár og því hættum við að nota myndina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Svona á að elda fullkomin hrísgrjón – Það er einfaldara en þú heldur

Svona á að elda fullkomin hrísgrjón – Það er einfaldara en þú heldur
Matur
Fyrir 1 viku

Einkaþjálfari Adele leysir frá skjóðunni – Svona léttist hún um 44 kíló: „Hún er ekki of grönn“

Einkaþjálfari Adele leysir frá skjóðunni – Svona léttist hún um 44 kíló: „Hún er ekki of grönn“
Matur
Fyrir 1 viku

Tedrykkja getur lengt lífið

Tedrykkja getur lengt lífið
Matur
Fyrir 1 viku

Dönsk pítsa klýfur internetið: „Ég trúi því ekki að ég hafi fundið eitthvað verra en ananas á pítsu“

Dönsk pítsa klýfur internetið: „Ég trúi því ekki að ég hafi fundið eitthvað verra en ananas á pítsu“
Matur
Fyrir 3 vikum

Allt brjálað vegna veganúar – Líkja grænkerum við öfgahópa: „Fyrr myndi ég hoppa út úr flugvél“

Allt brjálað vegna veganúar – Líkja grænkerum við öfgahópa: „Fyrr myndi ég hoppa út úr flugvél“
Matur
Fyrir 3 vikum

Bakaði köku úr uppskriftabók Friðriks Dórs – Svona leit hún út

Bakaði köku úr uppskriftabók Friðriks Dórs – Svona leit hún út
Matur
23.12.2019

Draumakökur fyrir fólk á ketó: „Nú mega jólin koma á mínum bæ“

Draumakökur fyrir fólk á ketó: „Nú mega jólin koma á mínum bæ“
Matur
23.12.2019

Þetta er besta hangikjötið að mati álitsgjafa DV

Þetta er besta hangikjötið að mati álitsgjafa DV