fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Matur

NBA-leikmaður gat ekki spilað leik – Borðaði of marga hlaupbangsa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 22:00

Dion Waiters í leik. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn gat Dion Waiters, leikmaður Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta, ekki leikið gegn Los Angeles Lakers því hann hafði borðað of marga hlaupbangsa. Það varð til þess að það leið yfir hann og hann fékk kast. En hlaupbangsarnir, sem hann borðaði, eru ekki eins og þeir sem mörg okkar kaupa stundum úti í búð því þessir innihalda kannabis.

Andy Slater, fréttamaður Fox, skýrði frá þessu. Hann segir að þetta hafi gerst um borð í flugvél liðsins þegar hún var á leið til Los Angeles. Talsmenn Miami Heat hafa ekki viljað staðfesta þetta og heldur ekki Waiters.

Hin opinbera skýring úr herbúðum Miami Heat var að Waiters væri veikur. Hann hefur misst af níu leikjum á tímabilinu, meðal annars vegna leikbanns frá liðinu sjálfu en hann lenti í deilum við þjálfarann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
Fyrir 3 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
10.07.2020

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð
Matur
06.07.2020

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“