fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Matur

Þess vegna áttu að borða hafragraut alla daga

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega engum ­ofsögum sagt að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð ­dagsins. Það hvað við borðum á morgnana hefur áhrif á líðan okkar þann daginn og því er mikilvægt að borða rétt áður en haldið er út í amstur dagsins.

En hvað eigum við að borða til að tryggja líkamanum góða og heilbrigða næringu? Næringarfræðingurinn Cassandra Barns segir að hafragrauturinn sé besti morgunmatur sem völ er á. Hún deildi með lesendum Daily Mail á dögunum fimm ástæðum þess að við ættum að venja okkur á að borða þennan sígilda graut alla morgna.

Enginn viðbættur sykur

Hafrar eru góðir að því leytinu að þeir hækka ekki blóðsykurinn hratt eins og einföld kolvetni gera. Þeir hafa lágan sykurstuðul og veita líkamanum stöðuga orku. „Og, ólíkt til dæmis ýmsum tegundum morgunkorns, innihalda þeir ekki viðbættan sykur,“ segir Cassandra við Daily Mail. „Þetta þýðir að orkustig líkamans helst stöðugt þar til kemur að næstu máltíð, hádegismatnum.“

Náttúruleg uppspretta vítamína og steinefna

„Hafrar eru trefjarík fæða og innihalda mikilvæg vítamín og steinefni, þar á meðal vítamínið B1, magnesíum, járn, mangan og sink,“ segir Cassandra. Hún segir að þessi vítamín og steinefni gegni mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Þau stuðla meðal annars að því að við höfum næga orku og ekki síður að því að ónæmiskerfi okkar sé í stakk búið til að berjast gegn ýmsum pestum og þá ýta þau undir ónæmisvarnir líkamans.

Frábært fyrir þá sem stunda ræktina

Eins og áður segir teljast hafrar til flókinna kolvetna sem þýðir að orkan sem þeir gefa okkur frásogast hægt út í blóðrásina. Þetta er sérstaklega gagnlegt þeim sem stunda líkamsrækt af kappi. „Það er sniðugt að borða eina skál af hafragraut, annaðhvort áður en haldið er í ræktina eða eftir hana. Magnesíum-innihaldið er einnig nauðsynlegt fyrir góða vöðvastarfsemi,“ segir Cassandra.

## Hægt að prófa ýmsa útfærslu

Hafragrautur er ekki bara hafragrautur. Það er mjög auðvelt að auka gæði hans með því að bæta út í hann hollri fitu eða prótínum. Cassandra bendir réttilega á að sniðugt sé að bæta berjum sem innihalda mikilvæg andoxunarefni eða C-vítamín. Þá er hægt að bæta hnetum eða fræjum út í til að auka prótíninnihald hans og hlutfall hollrar fitu. Þá bendir Cassandra á að hægt sé að bæta kanil út í sem hjálpar meðal annars til við að koma jafnvægi á blóðsykurinn.

Frábær trefjauppspretta

„Trefjarnar í höfrunum geta hjálpað okkur að lækka kólesteról í blóði,“ segir Cassandra og bætir við að hafrarnir innihaldi beta-glúkan sem stuðlar að því að kólesteról komist ekki í blóðrásina. Þá bendir Cassandra á að trefjaefni hjálpi okkur að viðhalda okkar eðlilegu þyngd sem aftur lækkar líkur á að sykursýki af tegund 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Ævar Austfjörð fagnar því að hafa borðað yfir tonn af kjöti síðustu 770 daga

Ævar Austfjörð fagnar því að hafa borðað yfir tonn af kjöti síðustu 770 daga
Matur
Fyrir 2 vikum

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni

Hélt að wasabi væri avókadó – Endaði með „brostið hjarta“ heilkenni
Matur
Fyrir 4 vikum

Ketó-brauð sem tekur bara eina mínútu að baka – Uppskrift

Ketó-brauð sem tekur bara eina mínútu að baka – Uppskrift
Matur
Fyrir 4 vikum

Raunveruleikastjarna deilir fyrir og eftir mynd – Hefur misst 22 kíló á ketó

Raunveruleikastjarna deilir fyrir og eftir mynd – Hefur misst 22 kíló á ketó