Laugardagur 18.janúar 2020
Matur

Piers Morgan pirraður á manni sem skilgreinir sig sem brokkólí – Kallaði hann bjána

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarleg uppákoma varð í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain þar sem annar stjórnandinn Piers Morgan á það til að hvessa sig mjög hressilega við viðmælendur ef honum finnst þeir tala einhverja steypa. Nú nýlega varð Piers mjög pirraður út í mann sem skilgreinir sig sem brokkólí og mætti til þáttarins útlítandi eins og það holla grænmeti. Um er að græða aktívista sem hafði verið handtekinn skömmu áður fyrir mótmælaaðgerðir gegn kjötframleiðslu.

Maðurinn kallar sig herra Brokkólí. Það pirraði þáttarstjórnendurnar Piers Morgan og Susanna Reid að herra Brokkólí varð ekki við áskorunum þeirra um um að tefla fram rökum og staðreyndum sem styddu þá fullyrðingu að mannkynið ætti að hverfa að fullu frá kjötáti og snúa sér að jurtafæði. Þegar maðurinn var beðinn um að útlista einhverja þekkingu í þessum efnum svaraði hann bara: „Nei, ég er bara brokkólí.“

Piers spurði manninn hvort hann iðkaði lífsstílinn sem hann predikar, að halda sig frá öllum óþarfa og sóun. „Átt þú til dæmis sjónvarp eða ertu með önnur raftæki á heimilinu,“ spurði Piers. „Nei, ég er bara brokkólí,“ svaraði maðurinn aftur.

Þá fauk alvarlega í Piers sem sagði: „Þú þarft að útskýra hvers vegna jurtafæði er áhrifaríkur kostur. Ef þú þekkir ekki vísindin á bak við það, hvernig geturðu þá gert það?“

„Ja, ég er bara brokkólí,“ svaraði maðurinn enn einu sinni og þá fyrst varð Piers ævareiður og hann sagði: „Þú dregur að þér mikla athygli með þessum búningi og ef þú værir með sterk rök þá gætirðu fengið mikla athygli. En ef þú kemur hingað bara til að láta eins og bjáni þá höldum við að þú sér bjáni,“ sagði hann.

Sjá nánar á Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“

Missti 63 kíló á „leti-ketó“ – „Ég er ekki að nota einhver gröf eða reiknivélar“
Matur
Fyrir 1 viku

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar

Aðdáendur í áfalli yfir innihaldi ísskáps Kim Kardashian – Sjáðu hvað er raunverulega í eldhúsinu hennar
Matur
Fyrir 2 vikum

Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“

Friðrik Dór gleymdi lykilhráefni: „Ég biðst innilega afsökunar á þessum mistökum“
Matur
Fyrir 2 vikum

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift
Matur
Fyrir 4 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
Fyrir 4 vikum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?