fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þetta er besti þynnkumaturinn í Reykjavík: „Sé maður of mölvaður til að borða með hníf og gaffli fær maður sér franskar”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 12. október 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timburmenn. Bara orðið er nóg til að láta svitann renna niður bakið. Margir luma á ýmsum ráðum til að slá á þennan viðurstyggilega leynigest í partíinu en við á DV leituðum til mikilla matmanneskja til að reyna að komast að sannleikanum um hver besti þynnkumaturinn væri. Baráttan um toppsætið var hörð og ýmislegt áhugavert sem rataði á listann. Athygli vekur að Nonnabiti rænir toppsætinu þrátt fyrir að staðnum í miðbæ Reykjavíkur hafi verið lokað fyrir stuttu.

1. sæti

Nonnabiti

„Nonnabiti er reyndar að loka en það var besti „beint eftir djammið-maturinn“ og virkaði vel sem fyrirbyggjandi þynnkumatur.“

„Nonnabiti. Ekki síðri í þynnkunni en á djamminu.“

„Þessi Nonnasósa, almáttugur minn – það hlýtur að vera heróín í henni!“

„Ég er með skothelda lausn á þynnkunni. Kjúklingabátur frá Nonna beint eftir djamm – Nonnasamloka í þynnkunni. Getur ekki klikkað!“

2. sæti

Kore

„Svo tasty, crunchy og sveitt.“

„Dirty fries á Kore, Mathöllinni Granda. Alls ekki Kringlunni því Kringlan er versti staður heimsins þegar maður er lítill í sér.“

„Kore lagar allt – hvort sem það er þynnka eða ástarsorg. Já, ég set þetta tvennt í sama flokk.“

3. sæti

Vitabar

„Ef ástandið er virkilega slæmt þá er það Gleym-ér-ei hamborgarinn á Vitabar. Sitja þar í horninu í myrkrinu og kjammsa á heiðarlegum borgara, frosnum frönskum og kokteilsósu í dós. Þá færðu þér kók. Alls ekki bjór á Vitabar. Þá ertu á tæpasta vaði.“

„Ekkert kjaftæði, trufflumæjó eða chia fræsmulningur. Bara heiðarlegur borgari.“

4.–6. sæti

Snaps

„Croque Madame á Snaps. Grilluð samloka með skinku og osti og spældu eggi með franskar til hliðar. Fínt líka fyrir þynnkuna að klæða sig upp og fá sér mímósu með. Sitja á barnum.“

„Croque Madame og franskar. Vera með sólgleraugu og heilsa bara þeim sem þú virkilega nennir að tala við.“

Domino‘s

„Áður en ég breytti mataræðinu mínu fékk ég mér alltaf Domino‘s Special.“

„Ég er ekki með bílpróf og ef ég er of mölvaður til að labba eitthvað þá bara hringi ég í Domino‘s. Þannig er bara staðan.“

Devito‘s

„Maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir þessari matargerðarstofnun, sem er eldri en þátttaka okkar í EES-samningnum. Standa af sér hrun banka, fiskveiðistofna og flugfélaga. Aldrei lifað á öðru en verðskuldaðri velvild viðskiptavina sinna.“

„Þið haldið kannski að Devito‘s pitsur séu ekkert spes nema þið séuð á eyrunum, en trúið mér – þær eru enn betri í þynnkunni.“

7. sæti

IKEA

„Ég verð að tilnefna grænmetisbuffið hjá IKEA sem ágætis þynnkumat. Er oft lystarlaus eftir drykkju og þá samt langar mig í buffið hjá IKEA. Hávaðinn og æsingurinn á svæðinu er samt mínus þegar maður er þunnur.“

„Ekki besti staður fyrir þunna mannveru en maturinn strangheiðarlegur og saðsamur.“

8.–11. sæti

KFC

„BBQ-borgarinn er einn sá sveittasti og hefur lækningamátt.“

„KFC hefur furðuleg áhrif á mig. Edrú og timburmannalaus meika ég ekki þennan stað. Finnst hann algjör viðbjóður. Svo kikkar þynnkan inn og búmm – himnaríki!“

Saffran

„Ég er búin að vinna mikið með Saffran bökuna. Ég fæ mér ALLTAF það sama. Piri piri sósa á botninn, ost, nóg af sveppum, rauðlauk og döðlur. NÓG af vatni með. Þetta er fullkomin máltið eftir þynnku þegar mann langar í pitsu. Þetta er á hollari kantinum, mega ferskt, góð hráefni og er bara svo aðeins of gott! Þaðan fer ég alltaf í Hagkaup í nammiland/Hnetubarinn og fæ mér 50% af nammi þar sem það er líka núna á sunnudögum.“

„Fæ mér eitthvað rótsterkt til að fæla þessa illu anda út!“

Noodle Station

„Þynnka er fyrst og fremst vökvaskortur. Þess vegna kætir ekkert frekar en söltuð og vökvamikil núðlusúpa með nautakjöti. Maður hefur hana sterka til að refsa sjálfum sér fyrir vondar ákvarðanir kvöldsins áður.“

„Get samt ekki borðað inni á staðnum þegar ég er þunnur. Verð að taka með. Annars æli ég yfir kóríanderhrúguna í horninu.“

Reykjavík Chips

„Sé maður of mölvaður til að borða með hníf og gaffli fær maður sér franskar. Almennilegar stórar og crunchy franskar, til dæmis á Reykjavík Chips. Það dugar ekkert lint lúgusjoppuógeð ef síðasti kokteill gærkvöldsins er að hóta að skila sér. Og það er skylda að baða fröllurnar í bernaise. Ef Benni lætur manni ekki líða betur þá er alveg eins gott að lóga sér.“

„Pantið tvo skammta – það er lágmark!“

Þessir staðir eða réttir voru einnig nefndir:

Hamborgarafabrikkan, Kjúklingastaðurinn Suðurveri, Íslenska flatbakan, Brauð og co, Subway, Gastro Truck, Chido, Hagavagninn, VOX, Coocoo‘s Nest, Krua Thai, kaffi, sellerísafi, Eggs Florentine.

Álitsgjafar:

Daníel Óliver, tónlistarmaður og veitingastaðaeigandi, Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður, Magnea Björg Jónsdóttir, áhrifavaldur, Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, Anna Kristín Arnardóttir, ljósmyndari, Ólafur Örn Ólafsson, framleiðslumeistari og sjónvarpsstjarna, Julio Friðbertsson, lífskúnstner, Baldvin Þormóðsson, hugmyndasmiður og smekkmaður, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, mæjónesdrottning, Áróra Blöndal, listaverkasafnari, Bragi Árnason, leikari, Dídí, tónlistarkona, Óskar Tapíóka, skáld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa