fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Svona verður Svalan til: Jói tapaði klettasalatsslagnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 14:30

Svala gefur lokasamþykki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgari til heiðurs söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur verður á matseðli Hamborgarafabrikkunnar frá og með morgundeginum, en í myndbandi á Facebook-síðu staðarins er farið yfir hvernig borgarinn er settur saman.

Í myndbandinu kemur fram að Svala hafi unnið slaginn um klettasalatið, en hún barðist fyrir því að klettasalat yrði sett á borgarann, sem varð raunin.

Í viðtali við DV fyrr í vikunni sagði Svala að hún hefði ekki þurft að hugsa sig tvisvar um þegar þetta tækifæri gafst.

„Sko, Jói á Fabrikkunni hringdi í mig og bað mig um að koma í borgarasamstarf með þeim. Mér fannst það frábært að slá til og vera með. Það eru bara strákar með borgara á matseðlinum og mér fannst frábært að nú væri loksins kona með sinn eigin borgara þarna. Mér finnst maturinn á Fabrikkunni mjög góður og ég elska hamborgara og dýrka franskar þannig að það passaði vel við mig að vera með minn eigin hamborgara,“ sagði Svala. „Ég sagði bara strax já.”

Þá sagðist hún ekki útiloka frekari landvinninga í matarbransanum.

„Já, aldrei að vita, en ég kann ekkert að elda,“ sagði hún og hló. „Ég er alls ekki klár í því en ég er svaka klár að baka og elska kökur og alls konar eftirrétti. Ég væri alveg til í að gera Svölu möffins og allskonar Svölu smákökur og sæta litla eftirrétti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa