fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Sorgardagur í París: Fáir vilja borða naktir á almannafæri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 17:30

Allsber og alsæl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

O‘Naturel, fyrsti nektarveitingastaðurinn í höfuðborg Frakklands, París, þarf að skella í lás því það er ekki nógu mikið að gera á veitingastaðnum. Staðnum verður lokað í febrúar eftir aðeins rúmlega árs starfsemi, þrátt fyrir frábærar umsagnir frá veitingahúsagestum sem hafa týnt af sér spjarirnar og gætt sér á lostæti eins og sniglum og foie gras.

Tvíburabræðurnir Mike og Stephane Saada reka staðinn og hvetja fólk nú til að upplifa síðasta nakta kvöldverðinn í París áður en þeir loka fyrir fullt og allt þann 16. febrúar.

„Við treystum á ykkur að styðja okkur,“ skrifa þeir á Facebook-síðu staðarins. „Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessu ævintýri. Við munum aðeins muna eftir góðu stundunum og því frábæra fólki sem við kynntumst.“

Þjónarnir kappklæddir

Mikið fjölmiðlafár einkenndi opnun staðarins í nóvember árið 2017, enda ekki á hverjum degi sem nektarveitingastaður opnar. Reglur staðarins eru þannig að skilja þarf eftir föt og farsíma í fatahengi, enda má ekki taka myndir af gestum staðarins á Adams- og Evuklæðunum. Gestir fá síðan inniskó, þó kvenkyns gestir megi vera í hælaskóm. Þá er ábreiðum á stólum staðarins skipt út eftir hvern viðskiptavin svo lítið beri á og þykk gluggatjöld umlykja veitingasalinn svo forvitnir vegfarendur sjái ekki inn. Þjónarnir eru hins vegar kappklæddir, eins og kveðið er á um í frönskum lögum.

Huggulegur staður.

„Um leið og viðskiptavinir okkar koma inn í veitingasalinn fylgjum við þeim til borð og fullvissum þá um að allir í herberginu séu ekki að horfa á þá,“ sagði Stephane í viðtali við AFP fréttastofuna þegar að staðurinn opnaði.

Það var mikið gleðiefni fyrir marga þegar O‘Naturel opnaði og margir héldu að það væri tákn um að nektarmenning væri að verða enn sterkari og venjulegri í Frakklandi, sem er vinsælasti ferðamannastaður í heiminum fyrir þá sem aðhyllast nektarmenningu. Nánar tiltekið heimsækja fjórar milljónir manna Frakkland ár hvert til að vera nakin, til dæmis á nektarsvæði í almenningsgarði í París, á uppistandssýningum þar sem allir eru naktir og á sérstök nektarsöfn. Nektaraktivistinn Cedric Amato segir að veitingastaðurinn hafi hugsanlega verið á undan sinni samtíð.

„Þetta var kannski fullsnemmt fyrir stað sem þennan í París sem er opinn árið um kring,“ segir hann í viðtali við AFP. „Ég borðaði þarna oft og það var mjög gott en að staðurinn hafi verið í íbúðarhverfi með enga verönd þegar veðrið er gott vann á móti honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“