fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Réðst á föður sinn með pítsu: Ástæðan er makalaus

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 20:00

Ótrúlegt mál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri maður á Flórída fór út að ganga með hundana sína fyrir stuttu á meðan sonur hans beið heima eftir pítsu sem var væntanleg. Þegar að faðirinn kom heim réðst sonurinn á föður sinn með pítsu að vopni. Ku hann hafa hent pítsunni í andlit föður síns og haldið honum niðri í stól. Ástæðan virðist vera sú að sonurinn var pirraður yfir því að faðir hans hafi hjálpað til í fæðingunni þegar að sonurinn kom í heiminn.

Lögreglumenn voru kallaðir að heimilinu í Holiday á Flórída samkvæmt frétt WFLA 8 og fundu pítsasneið á stól og ost og sósu úti um allt. Ættingjar föðursins staðfesta frásögn hans um árásina en enn hefur ekki verið skorið úr um af hverju sonurinn var í svona miklu uppnámi út af þátttöku föðurins í fæðingunni.

Í lögregluskýrslu kemur fram að sonurinn hafi ekki sýnt mótþróa við handtökuna og sagðist hann á vettvangi vita að hann þyrfti að fara í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“