fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Matur

Lögð í neteinelti út af óvenjulegum matarvenjum: Svona svarar hún fyrir sig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 09:55

Þetta myndband er stórskemmtilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 26 ára Alexa Greenfield var algjörlega óþekkt þangað til í september á síðasta ári þegar að myndband af henni fór eins og eldur um sinu um netheima. Alexa var einn af gestunum á tennismótinu U.S. Open og náði sjónvarpsstöðin ESPN myndbandi af því þegar Alexa sýndi frændum sínum hvernig hún kælir heitan kjúkling með því að dýfa honum í kaldan gosdrykk.

Um er að ræða „leynilegt“ ráð frá látnum föður Alexu, sem er ekki svo leynilegt lengur, en mörg hundruð þúsund manns horfðu á fyrrnefnt myndband. Og viðbrögðin voru ekki góð. Má segja að Alexa hafi verið lögð í neteinelti út af þessum matarvenjum og gekk fólk svo langt að krefjast fangelsisdómi yfir henni.

Munúðarfull í baði

Þannig að Alexa ákvað að svara fyrir sig og hefur nú gefið út myndband við lagið Chicken Soda, þar sem hún sýnir á gamansaman hátt hvernig nákvæmlega á að fylgja þessu ráði föður síns.

„Mér fannst þetta fyndin og frábær leið til að gefa aðdáendum mínum hvað þeir vilja,“ segir Alexa í samtali við TODAY Food.

Í myndbandinu setur Alexa sig í munúðarfullar stellingar og sést til að mynda liggja í baðkari fullu af gosdrykk, umkringd kjúklingabitum. Viðlagið er lagið úr fugladansinum og fer Alexa svo langt að kenna áhorfendum sérstakan dans. Búið er að horfa á myndbandið tæplega hundrað þúsund sinnum en aðeins eru fjórir dagar síðan það var birt á YouTube.

„Þetta er bara gamansöm skopstæling,“ segir Alexa og bætir við að gímnigáfan hennar hafi hjálpað henni að takast á við neikvætt umtal eftir að myndbrot ESPN varð vinsælt.

„Áður en ég var gripin reyndi ég að fela þennan ávana. Fólki fannst þetta skrýtið og ógeðslegt,“ segir hún. „Ég ákvað að gangast við þessu þegar þetta var opinberað. Ég er ekki hrædd við illkvittnar athugasemdir. Þetta snýst um skrýtnar matarvenjur en það er ekki verið að ráðast á grundvallargildi mín.“

Alexa segir enn fremur að fullt af fólki hafi haft samband við hana í kjölfar myndbirtingar ESPN og þakkað henni fyrir að stíga fram þar sem það stundi þetta líka. Þá hefur þetta fár orðið til nýrra atvinnutækifæra, en Alexa hefur hafið samstarf við veitingastaðinn Hill Country Chicken og er að þróa nýja rétti, þar á meðal kóksósu.

„Hún er gómsæt og ég vil að allir prófi hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló
Matur
Fyrir 2 dögum

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“

Ketó skonsur fyrir skyndibitafíklana: „Bráðna í munni“ – „Algjör bomba“
Matur
Fyrir 4 dögum

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið

Bakaður banana og súkkulaði hafragrautur í einni skál: Sjáið myndbandið
Matur
Fyrir 5 dögum

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“

Vinnufélagar Theodórs gengu fram af honum: „Siðleysi samstarfsfólks míns nær hér hæstu hæðum“