fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Smyglaði 40 skinkusamlokum inn á einn stærsta viðburð ársins: „Næst smygla ég pylsum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 09:45

Melissa McCarthy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Melissa McCarthy sló rækilega í gegn á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð, þó hún hafi ekki farið heim með verðlaunagrip. Hún fékk nefnilega frábæra hugmynd sem hún framkvæmdi með góðum árangri.

Melissa ákvað að smygla samlokum með skinku og osti inn á verðlaunahátíðina, en samkvæmt Variety segir maðurinn hennar, Ben Falcone að samlokurnar hafi verið fjörutíu talsins. Samkvæmt frétt blaðsins voru allir sem fengu samlokur afskaplega þakklátir, en þetta var mikið leynimakk því stjörnurnar máttu ekki sjást kjamsa á samlokunum í beinni útsendingu.

Sigurvegarinn Olivia Coleman kom hins vegar upp um leikkonuna og þakkaði fyrir „æðislegar“ samlokur á sviðinu þegar hún tók við verðlaunum fyrir frammistöðu sína í The Favourite.

Samlokurnar umtöluðu keypti leikkonan á staðnum Joan’s On Third í Los Angeles, en í samtali við Variety segir Melissa: „Næst smygla ég pylsum.“

https://www.instagram.com/p/BsUwtFMB1PW/

Eiginmaður hennar, fyrrnefndur Ben, deildi mynd af samlokunum á Instagram þar sem hann segir að fjörutíu hafi ratað á verðlaunahátíðina en aðeins tvær hafi komið aftur heim með hjónunum. Þær slógu því rækilega í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa