fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Julia Roberts tapaði á Golden Globes: Sjáðu hvernig hún fagnaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 16:00

Julia geislaði á rauða dreglinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikkonan Julia Roberts var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna, sem veitt voru í nótt, fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Homecoming. Hún laut þó í lægra haldi fyrir Söndru Oh sem fór á kostum í seríunni Killing Eve.

Julia lét tapið ekki á sig fá og ákvað að fagna tapinu, ef svo má segja, með því að fara með eiginmanni sínum, Daniel Moder, á hinn vinsæla hamborgarastað In-N-Out.

„Skemmtilegt kvöld með manninum mínum,“ skrifar hún við mynd af þeim hjúum á Instagram. „Til hamingju allir! Og gott (borgara) kvöld allir saman.“

Julia hefur þrisvar hlotið Golden Globe-verðlaunin, fyrir Steel Magnolias, Pretty Woman og Erin Brokovich, en fyrir hlutverk í síðastnefndu myndinni fékk hún einnig Óskarsstyttuna eftirsóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis