fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Matur

Jón Gunnar beit í þúsundir pítsasneiða á síðasta ári: „Miðaldra menn eins og ég þurfa að halda sér í formi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 12:00

Hér eru þeir Jóhannes Ásbjörnsson, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal í góðu stuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestir myndu halda að pepperóní sé bara pepperóní en svo er aldeilis ekki. Við eyddum fjórum kvöldum bara í að smakka pepperóní til að finna hið eina rétta, fyrir utan tugi annarra áleggja í borðinu. Það var frekar fyndið að smakka sex til tíu útgáfur af pepperóní yfir daginn,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn af eigendum veitingastaðarins Black Box Pizzeria. Black Box opnaði í Borgartúni í Reykjavík þann 22. janúar í fyrra og fagnar því bráðum eins árs afmæli. Nú færir staðurinn út kvíarnar og opnar í Mosfellsbæ á vormánuðum.

Hver pítsa fer í gegnum margar smakkanir.

„Það komu nýir hluthafar í félagið fyrir áramót sem gerir það að verkum að við getum stækkað hratt og örugglega. Þetta er í raun fyrsta skrefið í þeirri stækkun. Framtíðarsýnin var mjög skýr í upphafi. Hugmyndin var að opna einn stað og láta hann ganga upp og í kjölfarið opna fleiri staði. Í hópinn bættust þaulvanir veitingamenn sem varð til þess að Hvíti riddarinn í Mosfellsbæ verður Black Box, vonandi strax í mars,“ segir Jón Gunnar, en hann stofnaði staðinn ásamt Karli Viggó Vigfússyni. Þaulvönu veitingamennirnir sem bættust síðan í hópinn eru Jóhannes Stefánsson og fjölskylda í Múlakaffi og Jóhannes Ásbjörnsson, oft kenndur við Hamborgarafabrikkuna.

Sáu tækifæri í Hvíta riddaranum

Jón Gunnar hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir í Mosfellsbæ og telur að Black Box verði kærkomin nýjung í bænum.

„Það var ákveðin tragedía hvernig fór með Hvíta riddarann, þann góða stað, sem var búinn að vera þarna í mörg, mörg ár. Hann lokaði því miður og hefur staðið auður síðan. Við sáum tækifæri í þessu, en þó mikil uppbygging sé í bænum er afskaplega lítil fjölbreytni í veitingastaðaflórunni,“ segir Jón Gunnar og bætir við að hann og viðskiptafélagar sínir sé komnir með gott veganesti í reynslubankann það ár sem Black Box hefur verið starfandi í Borgartúni.

„Við vissum að hádegin yrðu sterk, sem þau eru, en umferðin hér seinnipartinn og á kvöldin hefur verið sterkari en hádegin. Það er með ólíkindum. Um helgar er síðan allt á floti og troðfullt út úr dyrum. Áður fyrr, þegar allt var lokað var Borgartúnið eins og draugabær þannig að þetta hefur komið skemmtilega á óvart,“ segir hann.

Ys og þys á Black Box.

Í furðugóðu formi eftir árið

En er ekki erfitt að reka pítsastað og háma í sig pítsur daginn út og inn? Nær veitingamaðurinn að halda sér í einhverju formi, umkringdur flatbökum?

„Ég er í furðugóðu formi þrátt fyrir allt, svona miðað við að það eru smakkaðar pítsur út í eitt. Áður en pítsa fer á matseðil þarf að fullkomna hana og þá eru smakkaðar nokkrar útgáfur. Ég get ekki ímyndað mér hvað ég er búin að bíta í margar pítsasneiðar síðasta árið en þær hlaupa á þúsundum. Miðaldra menn eins og ég þurfa að halda sér í formi og það verður ekkert auðveldara með árunum,“ segir hann og hlær. „Þetta getur tekið á, en bakarinn minn er í Crossfit á hverjum morgni og ég reyni líka að hreyfa mig yfir daginn. Pítsurnar á Black Box eru líka með súrdeigsbotni og hann er léttari í magann en hefðbundið pítsadeig, þannig að ég er í furðufínu formi eftir árið.“

Það liggur beinast við að spyrja hvaða landvinningar sé planaðir fyrir Black Box eftir að staðurinn hefur náð fótfestu í Mosfellsbænum í vor.

„Við erum að skoða ýmislegt á stór Reykjavíkursvæðinu og erum með augun opin fyrir skemmtilegum tækifærum. Framtíðarpælingin er að opna fleiri Black Box-staði á næstu árum, en við viljum byggja þetta upp hratt og örugglega og ekki ana út í neitt. Sjáum til hvernig næstu mánuðir verða, en fyrst og fremst hlökkum við til að opna dyrnar fyrir Mosfellinga og bjóða þeim uppá pítsu.“

Black Box opnar í Mosfellsbæ næsta vor.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband

James Corden skoraði Gordon Ramsay á hólm – Endaði með ósköpum – Myndband
Matur
Fyrir 3 dögum

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“

Breskir lávarðar elska Garðar: „Aldrei fengið önnur eins viðbrögð og þakklæti“
Matur
Fyrir 4 dögum

Maturinn sem ofurfyrirsætan Chrissy Teigen þolir ekki: Uppljóstrunin kom fólki í uppnám

Maturinn sem ofurfyrirsætan Chrissy Teigen þolir ekki: Uppljóstrunin kom fólki í uppnám
Matur
Fyrir 5 dögum

Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“

Svona nær Jenna Jameson árangri á ketó: „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á þetta!“
Matur
Fyrir 6 dögum

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda
Matur
Fyrir 6 dögum

Einstakur hamborgari veldur íslenskum matgæðingum ama: „Þvílíkur vibbi“

Einstakur hamborgari veldur íslenskum matgæðingum ama: „Þvílíkur vibbi“