fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Hann vildi ekki borga matinn hennar á fyrsta stefnumóti – Hún tók því ekki vel: „Ætli þú sért ekki hommi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 20:00

Hvor á að borga?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur oft verið erfitt að vita hvor á að borga reikninginn á fyrsta stefnumóti á veitingastað, enda engar sérstakar reglur til um það. Reddit-notandinn CuteBananaMuffin ákvað að deila sögu sinni á samfélagsmiðlinum þar sem hann hafði lent illa í því þegar að reikningurinn á veitingastaðnum kom á borðið.

Hann sem sagt fór út að borða með stúlku sem bauð honum á stefnumót. Hún fékk sér humar og vín fyrir tæplega fimmtán þúsund krónur og hann pantaði sér pastarétt sem kostaði um 2300 krónur. Honum fannst því liggja beinast við að hann borgaði fyrir sig og hún fyrir sig. Stuttu síðar sendi hann skilaboð á konuna og spurði hvort hún vildi koma með honum út aftur.

„Býstu við því að ég vilji fara út með þér aftur eftir það sem þú gerðir síðast? Vá,“ skrifar hún og hann skilur ekki neitt í neinu.

„Þú lést mig borga fyrir minn eigin mat og drykk á meðan þú borgaðir aðeins fyrir þig. Hver fjandinn,“ svarar hún þá. Þá fýkur í okkar mann sem ákveður að svara fyrir sig.

„Hvað með það? Þú bauðst mér. Þú ert heppin að hafa ekki borgað fyrir minn mat líka. Auk þess fékk ég mér carbonara og bjór á meðan þú fékkst þér humar og tíu þúsund króna vín. Minn matur kostaði rúmlega 2300 krónur á meðan þinn tæplega fimmtán þúsund krónur. Býstu virkilega við því að ég borgi það? Ég er námsmaður, ekki sykurpabbinn þinn.“

Henni líkaði þetta svar ekki.

„Vá, þú ert svo ókurteis!!!! Ég ætla aldrei aftur út með þér. Af hverju að þiggja boðið ef þú getur ekki borgað fyrir mat sem stúlka pantar. Herramenn borga ALLTAF fyrir mat stúlkunnar, en ætli þú sért ekki hommi,“ skrifar hún og hann svarar um hæl:

„Ég er í raun herramaður og þess vegna sat ég kyrr en fór ekki þegar þú varst að tala um hve mikið þér líkar við XXX og að þú vildir fara í sleik við hann,“ skrifar hann, en búið er að stroka yfir nafn manneskjunnar sem hann er að tala um.

„Farðu til fjandans. Þig langaði örugglega bara að sofa hjá mér hvort sem er. Bless aumingi,“ skrifar hún og hann ákveður að slá á létta strengi. „Nú, auðvitað langaði mig að sofa hjá þér, en síðan fattaði ég að ég ætti örugglega ekki þrjú þúsund karl fyrir því.“

„Helvítis fáviti,“ skrifar hún.

Samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan, en með hverjum eru þið í liði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa