fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Er öruggt að skera mygluna burt og borða afganginn?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er meira af myglu í matnum en augað sér. Það hefur komið í ljós að litríku blettirnir sem eru sýnilegir með berum augum eru einungis gró eða pínulitlar agnir sem gefa myglunni lit. Restin af myglunni, greinar hennar og rætur, er erfitt að sjá með berum augum og kann að vera grafin djúpt inni í matnum þínum.

Þar sem litrík gróin á yfirborði matar eru einungis hluti af myglunni, nægir ekki að skrapa eða skera þann hluta brauðsins burt og mun ekki koma í veg fyrir að þú innbyrðir munnfylli af myglu.

„Mygla er yfirleitt skaðlaus en sum er hættuleg,“ upplýsir Nadine Shaw, fyrir hönd bandaríku landfræðistofnunarinnar. Sum mygla inniheldur eiturefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum eða öndunar vandamálum. Eitt efnið, sem kallast aflatoxína, hefur verið þekkt fyrir að valda krabbameini.

Eiturefnin finnast fyrst og fremst í myglu sem vex á korni og hnetum, en er einnig að finna í þrúgusafa, sellerí, eplum og öðrum matvælum. Live Science fjallaði um málið.

Mælt er með að:

Hylja mat til að halda úti í loftborinni myglu og gróum.
Nota ílát til geymslu fyrir viðkvæm matvæli og geyma í kæli.
Nota afganga innan þriggja til fjögurra daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa