fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Gleymdu hóstasaftinu: Þú getur sagt flensunni stríð á hendur með súkkulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 19:30

Það er hægt að grípa til fleiri ráða en að taka hóstasaft.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessum árstíma fá margir flensu eða kvef sem er frekar hvimleitt. Margir kaupa sér ýmis lyf, hvort sem það er nefsprey eða hóstasaft, til að sporna gegn flensunni en það er hins vegar tímasóun ef marka má prófessorinn Alyn Morice.

Alyn, sem stjórnar hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdómadeilidinni við háskólann í Hull, segir að súkkulaði geti linað hósta mun betur en hóstasaft.

Í grein á Daily Mail vitnar Alyn í rannsókn sem sýnir fram á að lyf sem innihaldi kakó vinni betur á hósta en hefðbundið hóstasaft. Þátttakendur í rannsókninni voru 163 talsins. Þeir sem tóku inn lyf með súkkulaði náðu miklum bata á aðeins tveimur dögum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ágæti súkkulaðis er sannað í þessu samhengi. Vísindamenn við Imperial-háskólann í London komust nýverið að því að þeóbrómín, efni í kakói, virkar betur gegn hósta en hefðbundin lyf.

Vísindamenn telja að ástæða þess að kakó sé betra til að lina hósta sé sú að það er klístraðra og þykkara en hefðbundin hóstamixtúra. Þar af leiðandi myndar kakóið þykkara lag til að vernda taugaenda í hálsinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa