fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
Matur

Júlía lifði á skyndibita, ís og nammi: Þetta óttaðist hún mest

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 11:00

Júlía er vinsæll heilsumarkþjálfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var alls ekki alltaf í hollustunni hins vegar og lengi vel lifði ég á skyndibita, ís og „bland í poka“,“ segir Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi, lífsstílsráðgjafi og hráfæðiskokkur, í pistli í Fréttablaðinu í dag. Júlía sneri hins vegar við blaðinu, breytti um lífsstíl og er í dag konan á bak við vefsíðuna Lifðu til fulls, þar sem finna má alls kyns heilsusamlegar uppskriftir.

„Helsti óttinn minn var alltaf að hollt mataræði yrði leiðigjarnt og bragðlítið og því hef ég það ávallt að markmiði að uppskriftir mínar séu ekki bara hollar heldur bragðgóðar og girnilegar á að líta,” segir hún.

Sykur er hreinlega skelfilegur

Júlía segir að allir þurfi að forðast sykurinn.

„Þrátt fyrir fjölmargar ólíkar kenningar um mataræði eru nánast allir sammála um sykurinn. Hann er hreinlega skelfilegur fyrir heilsuna og algjörlega næringarlaus. Enda hafa rannsóknir sem sýna fram á skaðsemi sykurs aldrei verið eins margar og nú og sýna þær að óhófleg neysla á sykri er einn helsti orsakavaldur ofþyngdar, þreytu, vanlíðunar, meltingarvandamála, sykursýki og ótal fleiri kvilla og sjúkdóma. Það mætti því nánast segja að hollt mataræði geti ekki verið hollt fyrr en það er án eða með afar takmörkuðu magni af sykri,“ segir hún og gefur lesendum góð ráð um hvernig er hægt að hætta að borða sykur.

„Sykur er gríðarlega ávanabindandi og tekur a.m.k. 14 daga að fara úr líkamanum og þegar við minnkum sykurinn (í stað þess að taka hann alveg út á þessum tíma) er vandamálið oft að allur sykurinn sem við innbyrðum kallar á meiri sykur og við festumst í vítahring þar sem erfitt er að minnka sykurinn,“ segir hún og heldur áfram.

„Það eru vissulega skiptar skoðanir á því hvort við ættum að fara alla leið eða ekki með sykur, ég segi; slepptu honum í 14 daga og sjáðu hvernig þér líður. Prófaðu þig áfram með hollari valkostum til að seðja sætindaþörfina á þeim tíma og taktu þá ákvörðun um hvort þig langi til að fara aftur í gömlu venjurnar eða ekki. Yfirleitt er það þannig að við áttum okkur á því að það er hægt að hafa það mjög gott án sykurs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 6 dögum

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi
Matur
Fyrir 1 viku

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum

Einfaldir réttir fyrir Eurovision sem henta öllum
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið

Þetta eru hollustu bjórarnir sem þú getur drukkið
Matur
Fyrir 1 viku

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“

Eigandinn haltrandi í eldhúsinu: „Það hefur mikið gengið á í verksmiðjunni undanfarna daga“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming