fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Getur ekki verið ketó með karlinum: „Þetta er eitthvað sem ég gæti aldrei gert“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 14:00

Kelly og Mark hafa verið gift í meira en tvo áratugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Kelly Ripa segist ekki geta borðað eftir ketó mataræðinu eins og eiginmaður hennar, leikarinn Mark Consuelos.

„Eiginmaður minn er farinn á fullt í ketó en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég gæti aldrei gert,“ segir Kelly í samtali við tímaritið Us Magazine. Ástæðan fyrir því er ekki flókin.

„Ég er bara ekki með nægan sjálfsaga. Mark segir að ég sé kolvetnahámur því ég borða alltaf brauðið hans ef hann fær sér borgara. Og franskarnar. En, þið vitið, ég hreyfi mig þannig að ég má það. Ég er 48 ára og ég borða það sem mig langar að borða,“ bætir hún við.

Kelly gerir sérstaklega vel við sig seint á kvöldin.

„Ég og Mark fengum okkur alltaf samloku með hnetusmjöri og sultu fyrir svefninn. Ég veit ekki af hverju. Mér fannst þetta ekki einu sinni gott þegar ég var barn, en svona er þetta.“

Kelly og Mark hafa verið gift í 22 ár og eiga soninn Michael, 21 árs, dótturina Lola, 17 ára og soninn Joaquin, 15 ára, saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa