fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Fór með kornabarn á veitingastað: Bjóst ekki við heimsókn frá lögreglu í kjölfarið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 16:00

Paul gefur Ben litla mjólk - ekki sterka sósu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Dawson fór með kærustu sinni, Laurencia Wood, og nýfæddum syni þeirra, Ben, út að borða á TGI Friday’s í heimabæ sínum, Stockton fyrir stuttu. Heimsóknin tók óvænta stefnu og fann Ben sig knúinn til að skrifa um það á Facebook.

Í færslu á samfélagsmiðlinum sagðist Paul hafa tekið Ben í arma sína og að barnið hafi byrjað að sjúga hnúa föður síns. Hins vegar hafi nýbakaði faðirinn gert sér grein fyrir örstuttu síðar að hann var nýbúinn að gúffa í sig kjúklingavængjum með afar sterkri sósu, svokallaðri „hot sauce“.

„Fimm daga gömlum börnum finnst greinilega ekki gott þegar að feður þeirra reka fingur upp í munn þeirra þegar þeir eru nýbúnir að borða bragðsterka vængi,“ skrifaði Paul í færslunni. „Óafvitandi auðvitað,“ bætti hann við.

Þessi saklausa færsla vatt hins vegar upp á sig og nokkrum dögum síðar komst Paul í uppnám þegar að lögregluþjónar bönkuðu á dyr hans og spurðu hvort hann hefði verið að gefa nýfædda barni sínu „hot sauce.“

Ben litli er við hestaheilsu.

„Þetta kom mér í uppnám. Ég gekk í burtu og sagði: Ég ætla ekki einu sinni að tala við ykkur,“ segir Paul í samtali við Sky News.

„Þetta átti að vera gleðitími. Ég tók nokkra daga í frí til að eyða með kærustu minni og syni. Þetta eyðilagði það sem átti að vera hugguleg vika hjá okkur saman. Ég hef ekki verið beðinn afsökunar,“ bætir hann við.

Paul fékk síðar að vita að einhver hefði tilkynnt færslu hans á Facebook til lögreglunnar.

„Að fara frá því að lenda í fyndnu atviki í að fá lögregluna heim til mín var áfall, svo vægt sé til orða tekið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa