fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
Matur

Leiðin að hjartanu er í gegnum munninn: Stjörnurnar sem féllu fyrir kokkum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 12:00

Ástin spyr ekki um starfsheiti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að hægt sé að fikra sig nær hjarta fólks í gegnum eldamennsku og það sannast svo sannarlega í tilviki eftirfarandi stjarna sem hafa fundið ástina hjá kokkum.

Spéfuglinn og sælkerinn

Spéfuglinn Amy Schumer gekk að eiga kokkinn Chris Fischer í febrúar á síðasta ári og nú eiga þau von á sínu fyrsta barni. Chris rekur fjölskyldubúgarðinn Bettlebung Farm en er einnig yfirkokkur á Beach Plum Inn & Restaurant. Þá gaf hann út metsölu matreiðslubókina The Beetlebung Farm Cookbook sem árið 2016 hlaut hin eftirsóttu James Beard-verðlaun.

Amy og Chris.

Kynntust á setti

How I Met Your Mother-stjarnan Neil Patrick Harris og kokkurinn David Burtka féllu fyrir hvorum öðrum árið 2007. David sótti ekki aðeins matreiðslumenntun sína hjá Le Gordon Bleu heldur hefur einnig unnið sem leikari. Þannig kynntist hann einmitt eiginmanni sínum því hann lék aukahlutverk í How I Met Your Mother. Árið 2010 eignuðust turtildúfurnar tvíbura með aðstoð staðgöngumóður.

Neil og David.

Heilsukokkurinn stal hjarta hans – aftur

Sjónvarpsstjarnan Ryan Seacrest deitaði fyrirsætuna og kokkinn Shayna Taylor fyrir mörgum árum síðan en slitnaði upp úr sambandinu. Árið 2017 náðu þau að blása lífi í neistann og eru enn saman. Shayna er einnig mjög vinsæll matarbloggari undir nafninu Shayna‘s Kitchen og leggur áherslu á holla matargerð.

Shayna og Ryan.

Brúðkaup og bakarí

Bandaríski leikarinn Armie Hammer kvæntist Elizabeth Chambers árið 2010, en Elizabeth á bakaríið BIRD sem hún opnaði einmitt sama ár. Þá hefur hún einnig verið dómari í raunveruleikaþættinum Cupcake Wars á sjónvarpsstöðinni Food Network.

Armie og Elizabeth.

Áralangt samband

Entourage-leikkonan Debi Mazar hefur verið með kokkinum Gabriele Corcos um árabil en þau gengu í það heilaga í mars árið 2002. Þau eiga tvær dætur saman, Giulia og Evelina. Hjónin opnuðu veitingastaðinn Tuscan Gun nokkrum árum eftir brúðkaupið og eru einnig kynnar í matreiðsluþættinum Extra Virgin á sjónvarpsstöðinni Cook Channel.

Debi og Gabriele.

Stjörnukokkurinn fann ástina

Bandaríska leikkonan Lindsay Price og ástralski stjörnukokkurinn Curtis Stone byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2009. Tveimur árum síðar eignuðust þau soninn Hudson og gengu síðan í það heilaga í júní árið 2013. Ári síðar eignuðust þau annan son, Emerson Spencer.

Lindsay og Curtis.

Stjórnmálamaðurinn og sjónvarpskokkurinn

Stjórnmálamaðurinn Andrew Cuomo og sjónvarpskokkurinn Sandra Lee felldu saman hugi árið 2005 og hafa verið yfir sig ástfangin allar götur síðan. Sandra er goðsögn í matreiðsluheiminum en Andrew er ríkisstjóri New York.

Andrew og Sandra.

Með eigin YouTube-þátt

The Office-leikkonan Angela Kinsey gekk að eiga bakarann Joshua Snyder árið 2016 og saman stjórna þau bakstursþættinum Baking With Josh & Ange á YouTube, sem er ansi hreint krúttlegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim

Algeng mistök í eldhúsinu – Þú hefur örugglega gert nokkur af þeim
Matur
Fyrir 3 dögum

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina

Hægeldað páskalamb sem svíkur engan – Sjáið uppskriftina
Matur
Fyrir 6 dögum

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?

Hversu mikið af veitingum þarf fyrir veisluna?
Matur
Fyrir 6 dögum

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni

5 sekúndna ketó ís – Það eina sem þarf eru 2 hráefni
Matur
Fyrir 1 viku

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra

Átta hugtök sem næringarfræðingar þola ekki að heyra
Matur
Fyrir 1 viku

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“