fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

Fordæma orðræðu í Körfuboltakvöldi: „Vá, þetta toppar klaustursmálið“ – „Karlar sem eru fórnarlömb eigin stereótýpu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 18:00

Heitar umræður á Stöð 2 Sport.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræður sem fóru fram í Körfuboltakvöldi Dominos á Stöð 2 Sport hafa vakið upp sterk viðbrögð innan hópsins Vegan Ísland. Í þættinum ræddi Kjartan Atli Kjartansson við þá Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson og spurði þá meðal annars um Veganúar, mánuð þar sem fólk er hvatt til að sneiða hjá dýraafurðum.

Jón Halldór og Fannar létu dæluna ganga um veganisma og sá síðarnefndi lét þetta meðal annars út úr sér: „Núvitund er ekki til. Vegan er blaður og bull skilurðu. Algjört rugl,“ og „Ég ætla ekki að fá mér sósu þar sem að einhver dýraafurð gæti hugsanlega… þeigiði. Guð minn góður.“

Flæðir til undirmeðvitundar ungra stráka

Meðlimum Vegan Ísland, sem margir hverjir eiga það sameiginlegt að vera vegan, blöskrar þessar umræður á Stöð 2 Sport. Valgerður Árnadóttir, pírati og grænkeri, segir orðræðuna bera skýrt merki um eitraða karlmennsku.

„Þessi hegðun er dæmi um eitraða karlmennsku, ss. karlar sem eru fórnarlömb eigin stereótýpu um hvernig þeir sem karlmenn eigi að haga sér, það er ekki „karlmannlegt“ að sýna samkennd með dýrum eða að viðurkenna tilfinningalegt álag sem veldur kulnun, best er að slá það út af borðinu sem aumingjaskap og leti,“ skrifar Valgerður og Haukur Darri Hauksson tekur í sama streng.

„Þetta er samt hegemónísk menning sem flæðir til undirmeðvitundar ungra stráka. Þessi persónulegur æsingur gagnvart veganisma og öðru er hluti af samfélagslegri hugmynd um hvernig karlar eiga að vera til að teljast sem „alvöru“ karlmenn. Eitruð karlmennska er, eins og Vala benti á, verst fyrir karlmenn og er sennilega ástæðan fyrir því að ungir menn eru líklegastir til að fremja sjálfsmorð. Þetta er kannski bara persónuleiki þessara manna en það sem liggur á bakvið orðin og augun eru passív „heuristics“ um hvernig maður „á“ að vera burt frá séð hvað manni finnst innst inni. Gleymið bara hugtakinu „eitruð karlmennska“ (orð flækja fyrir skýrleika og staðreyndir) og hugsið bara hvernig þið eruð sjálfir hamlaðir af menningunni með sjálfsstýringu sem hefur ákveðna hugmynd um karlmennsku að leiðarljósi.“

„Ég á ekki orð“

Guðrún Jóna Hreggviðsdóttir furðar sig á því að umræða sem þessi sé sýnd í sjónvarpi.

„Ég á ekki orð. Er svona löguðu bara sjónvarpað? Eða er ég bara föst inni í Rúv bubblunni minni,“ skrifar hún. Eyþór S. Rúnarsson fordæmir þessa hegðun harðlega.

„Vá, þetta toppar klaustursmálið fyrir mér. Þvílíkir djöfulsins vitleysingar eru þetta, fullvaxnir menn haga sér verr en 12 ára börn.“

Það var ekki aðeins veganismi sem bar á góma í fyrrnefndu Körfuboltakvöldi heldur einnig þunglyndi og kulnun í starfi. „Kulnun í starfi er leti!“ sögðu bæði Jón Halldór og Fannar, en þessar fullyrðingar fara líka fyrir brjóstið á grænkerum.

„Og í þokkabót að segja að kulnun í starfi sé leti. Held þeir séu að reyna að æsa fólk. Myndi ekki láta það eftir þeim,“ skrifar Íris Björk Indriðadóttir og annar meðlimur hópsins bætir við: „Og að stimpla alvarlegan sjúkdóm á borð við þunglyndi sem of mikla tölvunotkun!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð
Matur
Fyrir 3 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 6 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 1 viku

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr