fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Matur

Kvaddi typpið með stæl: „Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 19:30

Skemmtileg veisla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Transstúlkan Jazz Jennings, átján ára YouTube-stjarna sem berst fyrir réttindum hinsegin fólks, fór nýverið í kynleiðréttingaraðgerð. Af því tilefni ákvað móðir hennar, Jeanette, að halda fyrir hana veislu til að fagna þessum tímamótum.

Meðal þess sem var í boði í veislunni var typpakaka sem var lögð á borð á gamansaman hátt til að fagna því að brátt fengi Jazz leiðrétt kyn sitt og yrði því ekki lengur með getnaðarlim, heldur píku. Sýnt er frá veislunni í raunveruleikaþættinum I Am Jazz sem sýndur er á stöðinni TLC. Í þættinum útskýrir Jeanette að kakan og veislan hafi átt að hressa Jazz við og hughreysta hana.

View this post on Instagram

life in color🌈💞

A post shared by Jazz Jennings (@jazzjennings_) on

„Mig langaði að halda veisluna því mig langaði að gera það skemmtilegt að Jazz væri að fara í aðgerð. Þetta er ekki gaman, það er ekkert skemmtilegt við þetta, en hlátur er besta lyfið. Jazz er að fara í aðgerð og við skulum ekki fríka út heldur segja bless við gamla getnaðarliminn hennar,“ segir móðirin, sem styður dóttur sína í einu og öllu.

„Þessi skrýtna og fyndna hugmynd er svöl,“ bætir Jazz við um veisluna. „Ég elska að láta föður minn líða óþægilega og ef þetta typpapartí gerir það þá skulum við halda typpapartí.“

Þegar að allir gestir voru mættir í veisluna hélt Jazz hjartnæma ræðu.

„Mig langar bara að þakka öllum fyrir að koma í þetta kveðjupartí fyrir typpið. Ég hef lifað með þessum líkamsparti sem ég vildi ekki í sautján og hálft ár. Og þó ég hafi lært að elska typpið mitt þá er ég glöð að kveðja það. Þannig að; skerum það af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Fimm matvæli sem þú mátt borða fyrir svefninn – Geta hjálpað þér að grennast

Fimm matvæli sem þú mátt borða fyrir svefninn – Geta hjálpað þér að grennast
Matur
Fyrir 1 viku

Pantaði kjúklingarétt og hugsaði sér gott til glóðarinnar – Svo kom skellurinn: „Þetta er svo ógeðslegt“

Pantaði kjúklingarétt og hugsaði sér gott til glóðarinnar – Svo kom skellurinn: „Þetta er svo ógeðslegt“