fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Matur

Burger King býður McDonald‘s birginn – Aftur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 16:30

Hér er Big King XL.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ávallt ríkir eins konar skyndibitastríð á milli hamborgarakeðjanna Burger King og McDonald‘s. Andað hefur köldu á milli þessara tveggja keðja um áratugabil, en nýjasta útspil Burger King er greinilega ætlað að bjóða McDonald‘s birginn.

Burger King hefur sett á markað borgara sem er sláandi líkur einum vinsælastsa borgara á matseðli McDonald‘s, Big Mac. Nýi borgarinn frá Burger King heitir Big King XL, en um er að ræða 225 grömm af grilluðu nautakjöti, ost, lauk, súrar gúrkur, kál, sósu og brauð.

Hér er hinn vinsæli Big Mac.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Burger King reynir að endurgera Big Mac. Big King-samlokan var sett á matseðil til höfuðs stóra Makka, en var tekin af matseðli árið 2017 því samlokan var ekki nógu vinsæl.

Óljóst er hvað Big King XL verður lengi á matseðli en ljóst er að nú á McDonald‘s leik í þessari borgarabaráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum
Matur
Fyrir 3 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn
Matur
Fyrir 6 dögum

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki
Matur
Fyrir 1 viku

Svona býr Martha Stewart til grillaða samloku – Já, aðferðin hennar er skrýtin

Svona býr Martha Stewart til grillaða samloku – Já, aðferðin hennar er skrýtin
Matur
Fyrir 1 viku

Flippuð fortíðarþrá: Svona voru páskaeggin auglýst í gamla daga

Flippuð fortíðarþrá: Svona voru páskaeggin auglýst í gamla daga