fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019
Matur

Fara ófögrum orðum um Friday’s í Smáralind: „Þegar maður hélt að þessi staður gæti ekki sokkið lægra“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. janúar 2019 17:30

Fast skotið á staðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar umræður hafa skapast innan íslenska Facebook-hópsins Matartips eftir að einn meðlimur hópsins sagði farir sínar ekki sléttar af veitingastaðnum TGI Friday’s í Smáralind.

„Hefur alltaf þótt maturinn þarna góður en ég held að það sé ekki hægt að klúðra mikið meiru en þeir gerðu hjá okkur í kvöld,“ skrifar konan og heldur áfram með hrakfallasöguna.

„Áttum pantað borð þarna klukkan 7 fyrir 12 manns, það var ekki skráð hja þeim þó svo að það hafi verið hringt aftur i dag til að staðfesta að við ættum pantað borð. Fengum tvö 6 manna borð í staðinn. Komu med matseðla en komu svo aftur nokkrum mínútum seinna og spurðu hvort við værum ekki búinn að velja og hvort þau mættu þá ekki taka matseðlana – það vantaði annars staðar. Komu með einn mat í einu og það munaði svona 15 mútum frá fysta mat þangað til seinasti diskurinn kom. Það komu engin hnífapör né servéttur og þegar við báðum um það komu þau með 3 servéttur fyrir 7 manns,” skrifar konan. Ekki er þá öll sagan sögð því vonbrigðin héldu áfram þegar að maturinn kom á borðið.

„4 af 12 diskum voru vitlausir, alveg skaðbrennd pizza fyrir 2 ára barn, einn hamborgari sem átti að vera með sósu og eggi kom bara þurr (brauð og kjöt), vantaði é einn borgarann allt grænmetið og fleira. Barn með mjólkuróþol vildi fá pizzu með engum osti. Fékk það ekki af því það var bara til tilbúin frosin pizza með osti á sem þeir hita upp.“

Upprunalega innlegið í Matartips.

Frosnar pítsur úr Bónus

Ekki stendur á svörunum við færsluna og er því haldið fram að staðurinn bjóði upp á frosnar Billy’s pítsur, sem fást í matvöruverðslunum mjög ódýrt.

„Þeir selja Billy’s pizzur, getur keypt í Bónus á sirka 200 krónur. Komst að því þegar ég pantaði handa dóttur minni fyrir tæpum 2 árum. Ég skilaði matnum og fékk endurgreitt,“ skrifar einn meðlimur hópsins.

Þá virðast flestir innan Matartips hafa lent í ógöngum á Friday’s og margir furða sig af hverju fólk leggur enn leið sína þangað.

„Þetta er soldið mín reynsla af Friday’s undanfarin 4 ár eða svo. Gríðarleg starfsmannavelta og enginn metnaður fyrir matnum. Alveg hættur að fara þarna,“ skrifar einn og annar bætir við: „Hefur alltaf verið svona þegar ég hef farið því miður, eins og að vera staddur í falinni myndavél.“

Dónalegt starfsfólk

Mörgum blöskrar metnaðarleysið.

„Þegar maður hélt að þessi staður gæti ekki sokkið lægra. Annað hvort er eldhúsið alvarlega undirmannað eða algjörir amatörar í eldhúsinu. Þetta er ekki standard hjá faglærðum matreiðslumönnum,“ skrifar einn meðlimur. „Þessum stað fer alltaf versnandi, búinn að gefast uppá honum. Hræðileg þjónusta og maturinn ekkert sérstakur. Hef aldrei lent í jafn dónalegu starfsfólki og þarna,“ bætir annar við.

Svakaleg sósusaga

Svo er það þessi saga sem slær öll met:

„Fór þarna fyrir örugglega 12 árum og sá mann kvarta yfir sósunni sem hann fékk „on the side“. Þjónninn tók sósuna og labbaði með hana að hópi krakka(þjóna) sem stóðu þarna rétt hjá blaðrandi og sagði að manninum finndist sósan eitthvað „funky“. Þá tók einn sig til og stakk puttanum í sósuna og smakkaði og sagði að það væri ekkert að þessu og þjónn mannsins lét hann fá sömu sósuna aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Magnús Ver verður afi
Matur
Fyrir 3 dögum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum

Þetta er munurinn á grænum og svörtum ólífum
Matur
Fyrir 3 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn
Matur
Fyrir 6 dögum

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki

Langvinsælustu uppskriftirnar í einum pakka – Kjúklingur og ketó í aðalhlutverki
Matur
Fyrir 1 viku

Svona býr Martha Stewart til grillaða samloku – Já, aðferðin hennar er skrýtin

Svona býr Martha Stewart til grillaða samloku – Já, aðferðin hennar er skrýtin
Matur
Fyrir 1 viku

Flippuð fortíðarþrá: Svona voru páskaeggin auglýst í gamla daga

Flippuð fortíðarþrá: Svona voru páskaeggin auglýst í gamla daga