fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

Lágkolvetnakóngurinn svindlar stundum: „Ég er alls ekki heilagur í mataræðinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 09:00

Gunnari finnst mjög fyndið að hann sé kallaður lágkolvetnakóngurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Markmið mitt er það sama og ég hef verið með síðustu 26 árin í gegnum vinnuna, sem er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga. Ég hef unnið við þjálfun og ráðgjöf allan þennan tíma og verð að segja að ég hef aldrei upplifað eins góðan árangur hjá fólki og ég er að sjá á ketó,“ segir lágkolvetnakóngurinn og einkaþjálfarinn Gunnar Már Sigfússon. Gunnar gaf nýverið út bókina KETO, en margir kannast eflaust við bækur Gunnars um lágkolvetnakúrinn.
Hann segir nýju bókina taka lágkolvetnamataræðið einu skrefi lengra en fer einnig yfir föstur sem hann mælir hiklaust með að notaðar séu með ketómataræðinu.

„Það eru til margar tegundir af föstu og ég fer yfir þær helstu. Fólk getur síðan ákveðið hvort það henti og síðan þá hvaða tegund af föstu það kýs. Ég vil þó taka það fram að föstur eru val hvers og eins og í bókinni er að finna fjölmargar morgunverðarhugmyndir fyrir þá sem kjósa að borða morgunverð. Snilldin við fösturnar er að þær flýta fyrir árangrinum og eru í grunninn frekar léttar fyrir flesta ef þær eru framkvæmdar rétt.“

Var orðinn gráðugur

Hormónalausnin Nýja bókin.

Ketómataræðið hefur verið gagnrýnt af einhverjum, en það snýst um að sneiða verulega hjá kolvetnum, jafnvel innbyrða aðeins tuttugu grömm af kolvetnum á dag. Gunnar segir mataræðið ekki henta öllum en dásamar ketó og áhrif þess.

„Ketó fær gjarnan gagnrýni á sig að vera kolvetnalaust mataræði sem það er bara alls ekki. Í ketó er að finna öll hollustu og næringarríkustu kolvetni sem móðir náttúra býður okkur upp á og í töluverði magni, meira að segja. Það er eingöngu verið að taka út kolvetni sem hafa mikil áhrif á blóðsykurinn og hafa þar með neikvæð áhrif á sykurlöngun, orkuna og matarlystina,“ segir Gunnar.

„Það eru viss tilvik sem ráðlagt er að fólk sé ekki að ganga svona mikið á kolvetnin. Þetta á til dæmis við um börn sem enn eru að taka út þroska, konur með börn á brjósti og fólk með sykursýki 1. Það er engin ein tegund mataræðis sem hentar öllum en þó mæli ég eindregið með að þessir hópar skoði til að mynda lágkolvetnafæði í einhverri mynd og taki út þetta augljósa, sem er sykur og hveitiafurðir. Það myndi held ég gera öllum gott,“ bætir hann við og segir mataræðið hafa haft góð áhrif á sína heilsu.

„Ketó heldur góðu jafnvægi á blóðsykrinum og það þýðir að orkan hjá mér er alltaf jöfn og langoftast mjög góð. Mig langar til dæmis ekki í blund yfir miðbik dagsins og sofna ekki yfir fréttunum. Blóðsykurjafnvægi þýðir líka að sykurlöngun er í lágmarki sem þýðir að mig langar mun síður í sætindi því þörfin er hreinlega ekki til staðar. Síðan hefur ketó afar góð áhrif á matarlystina, það er ég borða sjaldan yfir mig af því ég var orðinn gráðugur. Ketó gefur manni stjórn á þessum „tilfinningum“ eða löngunum og ef maður hefur stjórn á þessum hlutum er maður hreinlega aldrei í rugli með mataræðið.“

Er hægt að halda ketó við?

Þá hafa einhverjir haldið því fram að ekki sé hægt að viðhalda ketó-lífsstílnum að eilífu. Hvað segir kóngurinn við því?

„Mataræði er eitthvað sem þú uppskerð svo lengi sem þú stundar það. Þetta á ekki bara við um mataræðið, þetta á við um nánast allt í lífinu. Ef þú leggur stund á eitthvað uppskerðu árangur, ef þú hættir ertu að skrúfa fyrir áframhaldandi árangur. Ég mæli með að þegar fók hefur náð þeim árangri sem það hefur sett sér að halda áfram á einhverri útgáfu af lágkolvetnafæði. Til dæmis að setja inn hærri kolvetna daga ef það er það sem fólk vill eða bæta við til dæmis takmörkuðu magni af næringarríkum kolvetnum og draga aðeins niður í fitunni. Finna leið sem hentar og halda sig við það.“

Tekur aldrei heilan svindldag

En „svindlar“ sjálfur lágkolvetnakóngurinn einhvern tímann?

„Ég er alls ekki heilagur í mataræðinu. Ég spila þetta svolítið eftir eyranu og er svona tarnamaður eins og svo margir. Sumar vikur og mánuði er ég súper harður en aðra ekki jafn samviskusamur. Ég er þó alltaf á einhverri útgáfu af lágkolvetnamataræði enda fara einföld kolvetni hreinlega ekki vel í mig, svona orkulega og meltingarlega séð,“ segir Gunnar Már. Hann svindlar þó meira í mat en að narta í sætindi.

„Ég er ekki mikið fyrir sykur en fæ mér kolvetnaríkari mat þegar ég svindla. Mér finnst gott að fá mér hrísgrjón og kartöflur sem meðlæti en er með smá trikk alltaf áður en ég svindla. Ég tek alltaf æfingu áður en ég borða svindlmáltíð og lyfti frekar þungt á alla vöðva líkamans og er eiginlega búinn á því eftir þessa æfingu. Þetta tæmir allan glúkósa úr vöðvunum svo glúkósinn sem grjónin og kartöflurnar brotna niður í þegar þeirra er neytt fer fyrst og fremst í vöðvana, því þeir eru alveg tómir. Svona dreg ég úr líkunum á því að glúkósinn endi í fitufrumunum. Hitt er að ég hef aldrei heilan svindldag. Ég leyfi mér meira af kolvetnum í einni máltíð.“

Verið viðbúin aukaverkunum

Gunnar Már mælir með að fólk kynni sér mataræðið vel og vandlega áður en lagt er af stað.

„Það er mikilvægt að vera annars vegar með gott skipulag varðandi mataræðið, eiga mat í ísskápnum sem hægt er að grípa í og vera með matseðil til að byrja með til að fara eftir. Hitt er að vera viðbúin aukaverkunum ef þær gera vart við sig. Í ketó er verið að skipta um orkugjafa fyrir frumur líkamans og það getur verið skrykkjótt ef þetta er ekki gert rétt. Í bókinni minni fer ég yfir allt sem getur mögulega komið upp í byrjun og set fram ráð til að þetta gangi allt vel.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð
Matur
Fyrir 3 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 6 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 1 viku

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr