fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Matur

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 15:00

Verður kisan í auglýsingunni? Hver veit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasti auglýsingatími heims er án efa í hléi bandarísku Ofurskálarinnar, eða Super Bowl, úrslitaleiknum í bandarískum fótbolta. Ofurskálin fer fram þann 3. febrúar næstkomandi og bíða margir spenntir eftir bæði leiknum og auglýsingunum.

Sælgætisframleiðandinn Skittles fer heldur betur óhefðbundnar leiðir þegar kemur að Super Bowl-auglýsingu í ár. Í staðinn fyrir að framleiða auglýsingu og sýna hana í beinni útsendingu í auglýsingahléi Ofurskálarinnar ákvaðu forsvarsmenn Skittles að setja í staðinn á svið söngleik á Broadway í New York. Söngleikurinn heitir einfaldlega Skittles Commercial: The Broadway Musical.

Hér er auglýsing fyrir söngleikinn.

Söngleikurinn verður aðeins sýndur einu sinni og taka alls sautján leikarar og hljómsveit þátt í uppfærslunni. Leikararnir hafa ekki verið tilkynntir en samkvæmt upplýsingum frá Skittles eru þetta stjörnur sem hafa leikið í Broadway-sýningum á borð við The Lion King og 42nd Street. Þá mun söngleikurinn varpa upp spurningum um neyslusamfélagið sem við lifum í og auglýsingar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Skittles fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að Ofurskálinni. Fyrirtækið vakti gríðarlega athygli fyrir auglýsingu sína í fyrra, þó aðeins ein manneskja hafi fengið að sjá hana. Voru ýmsar vangaveltur um hvernig auglýsingin væri, eins og sjá má hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Nýtt Nóa Kropp ærir landsmenn: „Þar fór ketóið mitt til fjandans“

Nýtt Nóa Kropp ærir landsmenn: „Þar fór ketóið mitt til fjandans“
Matur
Fyrir 2 dögum

Avókadó snakk – fullkomin hollusta yfir sjónvarpinu

Avókadó snakk – fullkomin hollusta yfir sjónvarpinu
Matur
Fyrir 6 dögum

Persónuleikaprófið sem afhjúpar þitt sanna eðli – Hvaða páskaegg ertu?

Persónuleikaprófið sem afhjúpar þitt sanna eðli – Hvaða páskaegg ertu?
Matur
Fyrir 6 dögum

Dúnmjúku pylsuhornin sem bjarga páskunum

Dúnmjúku pylsuhornin sem bjarga páskunum
Matur
Fyrir 1 viku

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 1 viku

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur