fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

Íslensk móðir neyðist til að gefa börnunum næringarsnauðan mat: „Græðgin er að drepa allt hérna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 08:00

Ástandið er slæmt hjá mörgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður sköpuðust um matvælaverð í íslenskum stórverslunum í Facebook-hópnum Góða systir seint í gær. Konan sem stofnar þráðinn vill einfaldlega vita hvort hún sé sú eina sem finnist matvöruverð vera orðið ansi hátt.

„Mig langaði bara að heyra frá fleiri kynsystrum um hvað finnst ykkur um verð í dag á mat/nauðsynjavörum og ekki síst frá þeim verslunum, eins og til dæmis Bónus og Krónunni, sem gefa sig út fyrir að vera lágvöruverðsverslanir?“ spyr konan, við það að sligast undan kostnaði við hverja búðarferð.

„Ég persónulega man ekki eftir að hafa verið í jafn miklu sjokki yfir vöruverðum, jafnvel þótt ég rétt skreppi inn í búð eftir eingöngu brauði, mjólk og áleggi. Ein skreppa fer varla undir 7000 krónur og þegar maður verslar meira inn fer það varla undir 12 þúsund kallinn per skiptið. Hvað finnst ykkur og hvað er að hérna á Íslandi, er græðgin að gera út af við verslunareigendur?“

„Það er mjög oft 2 spæld egg á mann og 1 avocado skipt á 3“

Margir leggja orð í belg í umræðuna og eru margar athugasemdirnir afar sláandi.

„Ég er með stórt heimili og allir okkar peningar fara í mat. Finnst einmitt ferðin alltaf verða dýrari og dýrari. Maður er farinn að fóðra familíuna á ódýrum og næringarsnauðum mat oftar en maður hefði kosið. Þá er ég að tala um grjónagraut, núðlur, brauð og annað sem kostar ekki mjög mikið,“ skrifar ein og önnur bendir á að þetta ástand sé ekki boðlegt fyrir launalægsta fólkið í samfélaginu.

„Verðlagið hér á Íslandi er hróplegt og hvernig lálauna-ellilífeyrisþegar og öryrkjar komast af er að mínu mati óskiljanleg. Ég er sjálf í þessum hópi. En við eigum ekkert val,“ skrifar hún og önnur svarar með kaldranalegum sannleika. „Einn möguleikinn til að komast af er að eiga ekki heimili og að búa inni á ættingja til að eiga í sig og á.“

Enn önnur góð systir segir kvöldmatinn á sínu heimili oft frekar fábrotinn út af háu matvöruverði.

„Þetta er orðið algjört rugl. Einhver spurði hér fyrir ofan hvernig láglaunahópar (öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fleiri) færu að því að lifa hér. Svarið er einfalt: Við gerum það ekki. Ég sleppi öllu aukalega og er með einfalt í matinn. Það er mjög oft 2 spæld egg á mann og 1 avocado skipt á 3. Hér er aldrei keyptur safi og einstaka sinnum gos.“

Þráðurinn í Góða systir.

Rugl peningar sem fara í mat

Einhverjar bera Ísland saman við löndin í kringum okkur, þar sem verðið í kjörbúðinni er oft á tíðum hagstæðara en hér. Góðu systurnar vilja þó ekki allar meina að græðgi sé um að kenna þó einhverjar telji svo vera.

„Viðbjóðslega dýrt að versla hérna,“ skrifar ein. „Já, græðgin er að drepa allt hérna sama hvað og var maður verslar,“ bætir önnur við. Ein bendir á að hún hafi sparað sér pening á að versla inn fyrir vikuna einu sinni í viku og mælir hiklaust með því. Svo er það þessi saga sem lýsir ástandinu og hvernig það hefur breyst hve best.

„Rugl peningar sem fara í mat og hreinlætisvörur. Við erum 5 í heimili og ekki meira en 10 ár síðan ég fór einn dag á ári yfir 20 þúsund í búðinni. Það var á Þorláksmessu. Í dag fer ég einu sinni í viku yfir 20 þúsund og þarf svo samt að sækja meira kannski 3 dögum seinna fyrir 7 til 12 þúsund.“

Hvað finnst lesendum DV. Er matvöruverð of hátt á Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð
Matur
Fyrir 3 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 6 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 1 viku

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr