fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 15:30

Gwyneth Paltrow.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Gwyneth Paltrow er konan á bak við lífsstílssíðuna Goop. Árlega býður Goop upp á fimm daga detox-plan, eða hreinsun, sem hægt er að kynna sér á heimasíðunni.

Það er ýmislegt á bannlistanum í hreinsuninni, til að mynda koffín, áfengi, mjólkurvörur, glúten, korn, tómatar, eggaldin, paprikur, kartöflur, soja, unninn sykur, skelfiskur, hvít hrísgrjón og egg. Í staðinn er mikið um magurt prótein, heilkorn, grænmeti og fræ, en kaupa þarf matvæli fyrir tæpar fjörutíu þúsund krónur til að fylgja hreinsuninni í einu og öllu.

5 daga detox-plan Gwyneth Paltro

Sunnudagur:

Verslið inn
Búið til Granola, Borscht og Toum

Mánudagur:

Þegar þið vaknið: Volgt vatn með sítrónu
Morgunmatur: Granola
Hádegismatur: Borscht
Snarl: Brún hrískaka með lárperu og kryddblöndu
Kvöldmatur: Laxabuff með túrmerik blómkálshrísgrjónum

Þriðjudagur:

Þegar þið vaknið: Volgt vatn með sítrónu
Morgunmatur: Þeytingur með bláberjum, kókos og chia
Hádegismatur: Afgangur frá kvöldmatnum og Toum með klettasalati, sítrónu og ólífuolíu
Snarl: Epli og möndlusmjör
Kvöldmatur: Súpa með Harissa og Saffran

Miðvikudagur:

Athugið: Leggið kasjúhneturnar í bleyti í kvöld til að búa til Caesar-sósu á morgun
Þegar þið vaknið: Volgt vatn með sítrónu
Morgunmatur: Granola
Hádegismatur: Afgangur af súpunni
Snarl: Döðlukúlur
Kvöldmatur: Steiktur kjúklingur og blómkál með jurtasalati

Fimmtudagur:

Athugið: Notið afgang af kjúklingi gærdagsins í salatið í kvöldmatinn
Þegar þið vaknið: Volgt vatn með sítrónu
Morgunmatur: Blómkáls- og baunahræra
Hádegismatur: Grænkáls Caesar-salat með kjúklingi og stökkum kjúklingabaunum
Snarl: Toum
Kvöldmatur: Tom Yum-súpa

Föstudagur:

Athugið: Kaupið silung daginn áður eða samdægurs svo hann sé ferskur
Þegar þið vaknið: Volgt vatn með sítrónu
Morgunmatur: Þeytingur með bláberjum, kókos og chia
Hádegismatur: Detox Bun-salat
Snarl: Döðlukúlur
Kvöldmatur: Silungur með sætum kartöflum og klettasalati

Allar uppskriftir má nálgast á heimasíðu Goop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa