fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

10 merki um að þú sért að drekka alltof mikið kaffi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 14:18

Margir elska kaffi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi er mikilvægur partur af degi margra, en öllu er hægt að ofgera. Hér eru tíu merki um að þú sért að drekka of mikið kaffi og ættir kannski að huga að því að minnka neysluna.

Þú getur ekki sofið á nóttunni

Ef þú drekkur of mikið kaffi getur þú átt erfitt með svefn og jafnvel sofið lítið sem ekkert á næturnar, þó þú drekkir kaffi bara fyrripart dags. Samkvæmt nokkrum rannsóknum er lítill svefn og léleg gæði svefns tengt mikilli koffínneyslu.

Kvíðinn versnar

Kaffi losar adrenalín úr læðingi sem getur látið þig finnast þú vera orkumeira, en getur einnig gert því kvíðin/n. Ef þú finnur fyrir óvæntum kvíða sem þú hefur ekki fundið fyrir áður, eða að hefðbundinn kvíði vernsar, þá er ráð að prófa að draga úr kaffineyslunni.

Þú þarft að drekka endalaust

Kaffi er ekki þvaglosandi en það veldur tíðum þvaglátum. Og ef þú drekkur ekki nóg vatn þá gætirðu fundið fyrir einkennum ofþornunnar. Kaffi má aldrei koma í staðinn fyrir vatn og góð regla er að drekk einn kaffibolla á móti einu glasi af vatni.

Slæmir magaverkir

Mikil kaffineysla getur valdið magaverkjum sem eru ansi hvimleiðir. Ef þú færð magaverk eftir morgunkaffið þá gæti það verið vísbending um að þú ættir að slaka á í kaffinu.

Taugaveiklun lætur á sér kræla

Kaffi er örvandi og getur því haldið þér vakandi. En of mikið kaffi getur gert þið taugaveiklaða/n. Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir koffíni þurfa ekki mikið kaffi til að finna fyrir taugaveiklun.

Þú færð oft höfuðverk

Þú færð væntanlega ekki höfuðverk þegar þú ert að drekka kaffi en þú getur fengið slæma höfuðverki þegar þú ert ekki að drekka kaffi. Þeir sem drekka kaffi reglulega geta þróað með sér fíkn í það sem þýðir að þú finnur fyrir fráhvarfseinkennum ef þú ert án kaffis í nokkra klukkutíma. Skammtímalausnin er auðvitað að fá sér kaffi en langtímalausnin er að minnka neysluna.

Niðurgangur

Kaffi getur virkað eins og hægðalyf þar sem ristillinn vinnur hraðar þegar þú drekkur kaffi. Ef þú drekkur of mikið kaffi geturðu fengið niðurgang og tilheyrandi óþægindi sem því fylgja.

Blóðþrýstingur hækkar

Koffín örvar taugakerfið sem getur haft áhrif á blóðþrýstinginn ef þú drekkur of mikið af því. Þeir sem eru ekki vanir því að drekka kaffi geta fundið fyrir hækkuðum blóðþrýstingi en ekki er mælt með því að þeir sem eiga við vandamál með blóðþrýsting að eiga að drekka alltof mikið kaffi yfir daginn.

Þú ert í vondu skapi

Kaffi getur valdið skapsveiflum í mörgum tilvikum og margir verða pirraðir við að drekka kaffi. Þá geturðu orðið næmari fyrir alls kyns áreiti, svo sem látum og mannagangi.

Tennurnar verða gular

Þetta er hvimleið aukaverkun þess að drekka of mikið kaffi en minni neysla getur hjálpað til við að laga tennurnar. Í kaffi er efni sem heitir tannin sem festir sig við tennurnar og skilur eftir gula blæju. Hægt er að nota sérstakt tannkrem eða hvítta tennurnar til að reyna að sporna við þessu en best er að minnka kaffidrykkjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð
Matur
Fyrir 3 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 6 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 1 viku

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr