fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Stjörnustríð: „Stuðlaði að einelti, matarskorti og ráðskaðist með fólk“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 12. janúar 2019 17:29

Það andar köldu á milli Al og Jillian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Al Roker vandar stjörnutálgaranum Jillian Michaels ekki kveðjurnar eftir að sú síðarnefnda talaði vel og lengi um það í myndbandi á vef Women’s Health hvað ketó-mataræðið væri afleitt og í raun hættulegt.

„Ég skil þetta ekki. Af hverju ætti einhverjum að finnast þetta vera góð hugmynd?“ segir Jillian meðal annars í myndbandinu. Al fann sig knúinn til að svara Jillian á Twitter, en Al borðar eftir ketó-mataræðinu og líður vel.

„Jillian Michaels sagði að ketó væri slæm hugmynd. Þetta kemur frá konu sem stuðlaði að einelti, matarskorti og ráðskaðist með fólk vikulega í sjónvarpinu í nafni þyngdartaps. Það hljóma svo sannarlega eins og slæmar hugmyndir,“ tístir Al, og vísar í hlutverk Jillian í raunveruleikaþáttunum Biggest Loser.

Þá mætti sjónvarpsmaðurinn einnig í þáttinn Today í gær þar sem hann sagðist hafa verið ketó síðan 1. september og fundið fyrir góðum áhrif mataræðisins, þá helst að kólesterólið og blóðþrýstingurinn hafi komist í eðlilegt horf.

„Það sem ég vil segja er að það sem virkar fyrir þig, virkar fyrir þig,“ sagði hann og bætti við að Jillian hafi svarað tísti hans í töluvpósti en hann vildi ekki lesa það upp í beinni útsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“