fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Saklaus spurning tók óvænta átt: „Það eru ensím í fiskinum sem gera ostinn eitraðan!“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 20:00

Merkilegar umræður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það spunnust afar áhugaverðar, og frekar fyndnar, umræður á Facebook-hópnum Matartips vegna spurningar sem kona setti þar inn.

Spurningin umtalaða.

„Hæ, ég keypti óvart pizza ost. Má ég nota hann í fiskrétt? Nenni ekki út aftur,“ skrifar konan. Margir benda henni á að það sé hægt að nota pizza ost á hvað sem er, enda bara um hefðbundinn, rifinn ost að ræða. Aðrir sjá sig knúna til að bregða á leik.

„Nei, bara á pizzu,“ skrifar sá sem ríður á vaðið í gríninu og uppsker 126 læk.

„Stendur skýrt og greinilega í matvælalögum,“ skrifar annar og nokkrir spinna út frá þeim pælingum. „Matvælaeftirlit stendur nú í yfirheyrslum vegna rangrar ostanotkunar,“ bætir einn við. „Það er alveg stranglega bannað samkvæmt pizza lögum nr. 67!“

Og enn heldur grínið áfram.

„Ef notaður er pizza ostur í annað en pizzu má taka málið fyrir hæstarétt undir málgrein 218.“

Þetta grín er líka hresst:

„Alls ekki. Það eru ensím í fiskinum sem gera ostinn eitraðan!“

Einn bendir á að hægt sé að nota hvaða ost sem er hvort sem er í fiskrétt eða pizzu. Þá ákveður einn að bregða á leik með þessu svari:

„Nema forhúðaost #égrataút.“

Þessi matgæðingur kemur einnig með áhugaverða kenning:

„Nei, notar bara pizza ost á allt sem byrjar á P. Papriku, pepperoni osfrv.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa