fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Kara Kristel ósátt við aðförina að frönskunum: „Þær væru seinasti matur minn á jörðinni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 13:00

Kara Kristel elskar franskarnar á Prikinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herramennirnir í Brennslunni á FM957 ákváðu að brydda upp á skoðanakönnun á Facebook-síðu sinni, Brennslu Tips, um hvar bestu franskar á landinu væri að finna. Það stóð ekki á svörunum og hlustendur þeirra kepptust við að svara. Í morgun var farið yfir niðurstöður skoðanakannaninar í útvarpsþættinum og í kjölfarið var spjallið birt á Vísi.

Kara Kristel Ágústsdóttir, fyrrverandi samfélagsmiðlastjarna og kynlífsbloggari er hins vegar ekki par sátt við könnunina og tjáir sig um það á Facebook-síðu Brennslunnar.

„Kom bara hingað til að segja að það er algjör vitleysa að Prikið sé ekki inn í skoðanakönnun Vísis… Þær væru seinasti matur minn á jörðinni,“ skrifar hún og eflaust einhverjir henni sammála.

Þess má geta að staðirnir sem fengu flest atkvæði í kosningu um bestu frönskurnar voru meðal annars Búllan, Aktu Taktu, Skalli, Metro, Mandí, Snaps og Roadhouse.

Það má segja að hringnum hafi verið lokað því fyrrnefnd Kara Kristel skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar hún hóf að blogga um kynlíf. Stuttu síðar varð hún fastagestur hjá útvarpsþættinum Brennslunni þar sem hún var með kynlífshorn alla fimmtudaga. Kara Kristel varð fljótt mjög umdeild og svo fór að hún fékk loksins nóg af frægðinni.

„Í svolítinn tíma hef ég hugsað mikið um þetta. Ég opnaði blogg um kynlíf í haust, það var í djóki. Ég á það til að ganga aðeins of langt í allskonar djóki, og hef alltaf gert. Ég er ekki sérfræðingur um kynlíf, alls ekki. Og ég er enginn kynlífsfíkill. En mér finnst gaman að segja sögur, og þegar ég geri það, geri ég það vel,“ skrifaði Kara Kristel á Instagram þegar hún tilkynnt að hún væri að draga sig í hlé úr sviðsljósinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“