fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Hrossakjötsát á milli tannnanna á fólki: „Hvílík hræsni“ – „Stöðugar árásir frá kálhausum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 08:48

Mikill hiti í fólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel Eyfjörð Tryggvadóttir vekur athygli á árlegri hrossakjötsveislu hestamannafélagsins Limsfélagsins í Facebook-hópnum Vegan Ísland. Miklar umræður hafa skapast í kringum færslu Rakelar, en hrossakjötsát hestamanna fer fram í félagsheimli Fáks á laugardagskvöldið þar sem „galdraðir verða fram gómsætir réttir sem fara vel í maga og aðrir sem renna ljúlega í eyru,“ eins og segir á heimasíðu Fáks.

Innlegg Rakelar.

„Er sko alls ekki að auglýsa þennan viðburð en ég var í hestamennsku áður fyrr og fæ víst enn svona á vegginn minn. Ég veit ekkert meira ógeðslegt en þetta, hestamannafélag að auglýsa hrossakjötsveislu. FInnst það frekar súrrealískt eitthvað. Hvað finnst ykkur? Viltu borða vini þín eða? Hestamenn segja að hrossin séu vinir sínir en svo geta þeir kjamsað á þessu,” skrifar Rakel.

Eins og hundaræktandi að borða hundakjöt

Grænkerar í hópnum taka í sama streng og finnst viðburðurinn óskiljanlegur.

„Hvílík hræsni. Hélt fyrst að þetta ætti að vera einhvers konar brandari,“ segir Barði Guðmundsson. Stefanía Þórarinsdóttir einfaldlega skilur þetta ekki.

„Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig mannverur geta borðað vini sína, en svona er mannsheilinn misjafn, margbrotinn,“ segir hún og Sannija Brunovska er henni hjartanlega sammála.

Hluti af viðbrögðum grænkera.

„Þegar ég var að vinna á sveitabæ og það var hrossakjöt í matinn var gert grín að mér fyrir að borða það ekki. Skil ekki hvernig fólk getur borðað eitthvað sem er sérstaklega svona stór partur af lífi manns.“

Þá líkja einhverjir þessu við ef hundaræktendur myndi leggja sér hundakjöt til munns.

„Algjörlega fáránlegt! Bara alveg eins og ef Hundaræktunarfélagið myndi auglýsa hundakjötsveislu,“ skrifar Agatha Sif Guðmundsdóttir og Helena Sævarsdóttir er því sammála.

„Þetta er eins og að vera hundaþjálfari og borða hundakjöt. Nákvæmlega enginn munur.“

„Það er ekki nokkur orka í þessu“

Fréttablaðið skrifar um þessar umræður í hópnum Vegan Ísland og talað er við Helga Sigurjónsson, einn af þeim sem að veislunni stendur. Hann segir ekki alla hestamenn borða hrossakjöt.

„Það eru ekkert allir hestamenn sem borða hrossakjöt. Ekkert frekar en margir trúarhópar. Það eru til hestamenn sem flokka það undir dýravelferð og borða ekki vini sína, eins og sagt er,“ segir hann. Helgi hefur ekki orðið var við fyrrnefnda umræðu grænkera en finnst fátt um vegan lífsstílinn.

„Það er ekki nokkur orka í þessu.“

Öfunda okkur af alvöru mat

Lesendur Fréttablaðsins um málið.

Umræða hefur skapast um greinina á Facebook-síðu Fréttablaðsins.

„Svo er auðvitað bara óskiljanlegt hvernig þetta fólk getur talað um hræsni þegar það svo sjálft borðar matinn frá dýrunum okkar,“ skrifar Alfreð Karl Behrend og virðast flestir sem skrifa athugasemdir vera honum sammála.

„Hvernig nennir þetta lið að skipta sér af?? Mega menn ekki bara eta það sem þeir vilja í friði, án þess að fá stöðugar árásir frá kálhausum??“ skrifar Sigurður Ólafur Kjartansson og Anna Aðalheiður tekur í samastreng.

„Erum við hin helvítis kjötæturnar að skipta okkur af þeirra yndis vegan? Jú, þau mega kjósa þetta, en í guðanna bænum bara hættið þið því að öfunda okkur hin af alvöru mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa