fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Gordon Ramsay í bobba: Líkt við alræmdan kynferðisafbrotamann – Sjáið myndbandið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 11:00

Vandræðalegt og óþægilegt viðtal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay hóf árið 2019 með hvelli þegar hann tilkynnti að hann ætti von á sínu fimmta barni. Hins vegar hefur gamalt myndband úr The Tonight Show með Jay Leno varpað skugga á það. Í myndbandinu er viðtal við Modern Family-stjörnuna Sofiu Vergara síðan árið 2010 og hafa fjölmargir fordæmt hegðun kokksins.

Myndbandið byrjar á leiknu atriði þar sem Sofia öskrar á Jay og Gordon því henni líkar ekki maturinn í búningsherberginu. Þegar hún síðan kemur fram í myndver í viðtalið sjálft segist hún aldrei öskra svona í raun og veru.

„Aðeins í svefnherberginu?“ spyr þá Gordon á meðan hann snertir handlegg hennar. Viðbrögð áhorfenda leyna sér ekki og finnst sumum greinilega að kokkurinn gangi of langt.

Þá segir Gordon einnig óviðeigandi brandara þegar að mynd af Sofiu að borða pítsu birtist á skjánum en svo tekur steininn úr þegar að Gordon slær á rass leikkonunnar. Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Oj, Ramsay!

Eftir að myndbandið fór aftur í umferð hafa netverjar úthrópað Gordon fyrir hegðun sína.

„Þetta er ömurlegt því ef Sofia hefði slegið hann í höfuðið eins og hann átti skilið og reynt að segja honum á alvarlegum nótum að henni liði illa þá hefði hún verið kölluð brjáluð og reið, suður-amerísk kona,“ tístir einn.

„Oj Ramsay! Ég velti fyrir mér hvernig hann hefði brugðist við ef þetta væru hans eigin dætur…,“ bætir annar við. „Sofia Vergara átti ekki svona framkomu skilið. Þetta er mjög, mjög óþægilegt,“ tístir enn annar.

Þá hefur myndbandinu einnig verið líkt við gamalt viðtal Sofiu í The Late Show með David Letterman þegar að Bill Cosby, nú dæmdur kynferðisafbrotamaður, gekk ansi oft yfir strikið. Sagði Bill meðal annars að Sofia gerði hann æstan og hún léti karlmenn vilja syndga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“