fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Matur

Björk er orðin að samloku

Auður Ösp
Laugardaginn 21. september 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV barst á dögunum ábending frá íslenskum ferðamanni um að bakarí og kaffihús í Buffalo í New York-ríki hefði heiðrað Björk Guðmundsdóttur söngkonu með því að nefna samloku á matseðlinum í höfuðið á henni. Samlokan ber nafnið „The Bjork.“

Bjarkarsamlokan inniheldur tómata, avókadó, kóreskt kimchi, spírur, grænmeti og sterkt majónes og er að sögn íslenska ferðamannsins hið mesta hnossgæti.

Björk er þó ekki eina stórstjarnan sem fær samloku nefnda í höfuðið á sér því á matseðlinum má einnig sjá samlokurnar Mariuh Carey, Fionu Apple, Whitney Houston, Britney, Gwen, Stevie, Dolly og Robyn.

„Við nefndum samlokurnar okkur í höfuðið á uppáhaldssöngkonunum okkar og skrifuðum svo hverri og einni hjartnæmt aðdáandabréf,“ segir Facebook-síðu staðarins, Breadhive Bakery & Café. Þá kemur fram að Britney Spears hafi verið sú fyrsta til að senda svar til baka en ekki fylgir sögunni hvort Björk hafi brugðist við bréfinu.

DV hefur áður haft afspurn af matartengdum tilvísunum í Björk og var fyrir nokkrum árum starfrækt kaffihús í Ástralíu sem hét einfaldlega Björk, með vísan í söngkonuna. Hins vegar er óvitað hvort söngkonan hafi verið matgerð með þessum hætti fyrr, þótt hún hafi margoft verið heiðruð við hin ýmsu tilefni; til dæmis í söfnum úti um allan heim sem og hjá tískurisanum Gucci.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara