fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Sítróna er frábær húshjálp – Góð við heimilisþrifin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sítróna er ferskur og ilmandi ávöxtur, það vita allir, en það vita færri að það er hægt að nota sítrónur til ýmissa hluta á heimilinu.

Krómið verður eins og nýtt
Króm er oft notað í skrautmuni og einnig í aukahluti á baðherbergjum. Krómið verður fljótt mjög kámugt og oft erfitt að ná því flottu. Ef þú tekur hálfa sítrónu og nuddar henni á krómið, lætur liggja á því í 10 mínútur og þurrkar svo af með rökum klút, mun það krómið glansa meira en nokkru sinni.

Hreinsar fúguna
Ef fúgan milli flísanna á baðinu eða í eldhúsinu vill ekki verða hrein, sama hvaða efni þú prófar, prófaðu þá að nota sítrónu. Skerðu hana í báta og nuddaðu í fúguna. Ef blettirnir eru erfiðir er fínt að nota gamlan tannbursta til að nudda enn betur. Skolaðu svo vel með vatni. Þetta tekur alla myglu og erfiða bletti.

Eyðir fnyk úr niðurföllum
Ef þér finnst koma vond lykt úr niðurföllum hjá þér þá er mjög sniðugt að kreista sítrónu út í heitt vatn og hella í niðurföllin. Niðurföllin hreinsast og ilma svo miklu betur á eftir.

Örbylgjuofninn verður hreinn
Það situr oft á hakanum eða gleymist að þrífa örbylgjuofninn. Ein frábær aðferð til að þrífa hann er að setja nokkrar sítrónusneiðar í litla skál með vatni og setja inn í ofninn í um 45 sekúndur. Þegar þú strýkur svo ofninn að innan með tusku finnurðu að óhreinindin eru orðin miklu lausari og auðveldara að þrífa hann.

Kattafæla
Ef þú vilt að kötturinn þinn láti eitthvað í friði notaðu þá sítrónu á það. Kettir forðast sítrus eins og heitan eldinn. Blandaðu vatn og sítrónu saman, helming og helming, og settu í úðabrúsa. Ef kisi er mikið fyrir það að vera uppi á eldhúsbekknum og er ekki velkomin þar, sprautaðu bara smá af sítrónulausninni á borðið og kisi mun ekki láta sjá sig þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa