fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Matur

Frönsk súkkulaðidásemd á 20 mínútum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki flókið að baka súkkulaðiköku á skömmum tíma. Þessi franska kaka hentar mjög vel með góðu kaffi eða ískaldri mjólk.

Innihald

300 gr dökkt súkkulaði (56%)
150 gr appelsínusúkkulaði
250 g smjör
2 msk síróp
6 egg
100 g hveiti

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°. Bræðið súkkulaði, síróp og smjör saman í potti við vægan hita og hrærið í á meðan. Þeytið eggin þar til þau verða létt og ljós og blandið súkkulaðiblöndunni saman við hægt.

Sigtið síðan hveitið út í og blandið varlega saman við með sleikju þar til deigið er orðið silkimjúkt. Notið um 24-26 cm bökunarform og setjið bökunarpappír á botninn á því eða smyrjið með olíu. Hellið deiginu í formið og bakið í 5 mínútur. Þá er álpappír settur yfir formið og bakað áfram í 10-12 mínútur. Kakan á að vera frekar blaut þegar hún er tilbúin.

Það er mjög gott að hella súkkulaðiblöndu ( eins og er í uppskriftinni ) yfir kökuna þegar hún er volg, því þá verður hún blaut og bragðast dásamlega með ís eða þeyttum rjóma og ferskum berjum. Stráið flórsykri yfir í lokin til að fá sætu – og síðan er það svo fallegt fyrir augað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Klárlega langbesta skúffukakan

Klárlega langbesta skúffukakan
Matur
Fyrir 1 viku

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“
Matur
Fyrir 1 viku

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran

Veitingastaðir í Reykjavík tilbúnir með tómatsósu fyrir Ed Sheeran
Matur
Fyrir 1 viku

Bestu vöfflur í heimi

Bestu vöfflur í heimi
Matur
Fyrir 1 viku

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Matur
Fyrir 2 vikum

Gómsætar 20 mínútna vegan máltíðir

Gómsætar 20 mínútna vegan máltíðir
Matur
Fyrir 2 vikum

Svona byrjar þú á ketó: „Undirbúðu þig fyrir ketó flensu“

Svona byrjar þú á ketó: „Undirbúðu þig fyrir ketó flensu“