fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

10 óhefðbundnar leiðir til þess að brúka gúrku

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn líffræðilega ávöxt en menningarlega grænmetið gúrku þekkja og nota líklega allir Íslendingar. Við skerum hana niður og setjum út í salat og mögulega eru einhverjir sem skella tveimur sneiðum yfir augun til að fríska upp á útlitið. En gúrkuna er hægt að nota til ýmislegs annars sem flestum hefði aldrei dottið í hug að framkvæma.

Þessi græni ílangi ávöxtur er stútfullur af vítamínum en í hverjum og einum má finna B-vítamín (B1-2-3-5 og 6), fólin-sýru, C- vítamín, kalk, járn, magnesíum, fosfór, kalín og sink.

Í þessa hluti má meðal annars nota gúrkuna:

  1. Ef þú ert þreytt/ur seinni partinn slepptu því þá að fá þér koffíndrykk og borðaðu eina gúrku. Innihaldsefni gúrkunnar gerir það að verkum að hún gefur þér orku fyrir þessa síðustu klukkutíma dagsins.
  2. Kemur alltaf móða á spegilinn inni á baði eftir að þú ferð í sturtu? Prófaðu að nudda gúrkusneið yfir spegilinn. Hún mun eyða móðunni og gefa ferskan ilm inni á baðherbergi.
  3. Ef þú nuddar gúrkusneið á appelsínuhúð eða hrukkur þá geta innihaldsefni hennar styrkt húð þína.
  4. Vilt þú sleppa við þynnkuna eða höfuðverkinn eftir djamm? Borðaðu nokkrar sneiðar af gúrku áður en þú ferð að sofa og þú munt vakna miklu betri daginn eftir.
  5. Ef þú átt það til að setjast niður fyrir framan sjónvarpið á kvöldin og háma í þig sælgæti eða snakk, prófaðu þá að skipta því út fyrir gúrku. Það mun minnka sykurlöngunina og hungurtilfinninguna sem oft leggst yfir okkur á kvöldin.
  6. Áttaðir þú þig á því þegar þú mættir í vinnuna að þú gleymdir að bursta skóna? Ekkert mál, nuddaðu nýafskorinni gúrkusneið yfir skóna og þeir verða glansandi fínir.
  7. Er ískrið í lömunum á svefnherbergishurðinni að gera þig brjálaða/n en þú átt ekki til WD 40 til þess að bera á. Nuddaðu gúrkubita á lömina og heyrðu muninn.
  8. Er stressið að fara með þig? Skerðu niður heila gúrku í sneiðar og settu ofan í pott ásamt vatni. Kveiktu undir pottinum og bíddu þar til suðan kemur upp. Leyfðu vatninu að sjóða í dágóðan tíma og finndu hvernig gufan hjálpar þér að slaka á.
  9. Finnur þú fyrir andfýlu en átt ekki tyggjó? Taktu gúrkusneið og þrýstu henni upp í góm með tungunni í þrjátíu sekúndur. Það mun eyða þeim bakteríum sem eru til staðar í munninum á þér og valda andfýlunni.
  10. Þú getur meira að segja notað gúrku til þess að þrífa vaska og ryðfrítt stál. Hún hjálpar þér að ná af blettum og þú skaðar ekki húðina með eiturefnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa