fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Sniðugar leiðir til að nota ísmolaform

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 09:30

Ísmolaform eru til margs nytsamleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru frábærar hugmyndir til að nota ísmolaformið í eitthvað meira en bara til að búa til… vatnsísmola.

Ísmolar með óvæntum endi

Þessi hugmynd kemur kannski síst á óvart en er engu að síður algjör snilld! Oft er maður búin að gleyma hvað sé í frystinum og nær sér bara í ísmolana af gömlum vana. Ef hinsvegar litlir bitar af appelsínu, ferskri myntu eða beri er sett í formið um leið og það er svo fyllt af vatni til að búa til ísmola er þetta allt til staðar næst þegar frystirinn er opnaður!

Ferskar kryddjurtir í olíu

Vissulega er hægt að frysta kryddjurtirnar bara í poka en að setja akkúrat passlegt magn í ísmolaform og fylla svo uppí með olíu er algjört eldhústöfrabragð! Þá kemur engin frostskemmd á kryddið og þegar þú skellir olíuteningnum útí matinn rétt áður en þú berð hann fram kemur bragð af bæði kryddi og olíu og gæðir réttinn þessu rétta lokabragði sem fær allt að bragðast svo vel.

Afgangsmoli

Sniðug leið til að geyma afganga OG jafnframt eiga „smávegis af“ innihaldsefni í frystinum tilbúið til  notkunar. Oft er ekki langur geymslutími á t.d. dós af pestó sem búið er að opna, eða ef ekki allt innihaldið úr dósatómötum var notað. Þá er tilvalið að smella því í ísmolaform og eiga þartil næst! Gæti jafnvel verið ljómandi flott í súpudiskinn í næsta matarboði.

Bara smá…

Þetta er líka svo tilvalið þegar manni langar í örlitin bita af súkkulaði. Dökkt súkkulaði er brætt, hálffyllt ísmolaform og möndlum, beri eða jafnvel smá múslí dreift sett ofan í. Fryst og um klukkustund síðar áttu fullkomin mola með kvöldkaffinu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa