fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

10 hlutir sem þú vissir ekki um Snickers

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 17:30

Snickers er vinsælasta súkkulaði í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snickers-súkkulaðið er gríðarlega vinsælt og hefur verið um árabil. En hversu vel þekkir þú nammið?

Næstum því nírætt

Frank Mars, stofnandi Mars-fyrirtækisins sem framleiðir Snickers, bjó fyrsta Snickers-stykkið til árið 1930, fyrir 89 árum síðan.

Hestur veitti innblástur

Snickers er skírt í höfuðið á uppáhaldshesti Frank Mars, en þar til árið 1990 var Snickers selt undir nafninu Marathon í Bretlandi, á Mön og á Írlandi.

Marathon-súkkulaði.

Vinsælasta nammi í heimi

Snickers er selt í yfir sjötíu löndum og vinsælasta nammi í heimi. Meira en fimmtán milljónir Snickers-súkklaðistykkja eru framleiddar á degi hverjum.

Nokkrar krónur fyrir súkkulaði

Í upphafi kostaði súkkulaðistykkið aðeins fimm sent, eða nokkrar krónur að núvirði. Í dag kostar það einn til tvo dollara vestan hafs, eða allt að 250 krónur.

Fimm sent, takk.

Tvöfalt Snickers

Í dag er Snickers bara ein lengja þegar verið er að ræða um hefðbundið Snickers-stykki. Á árunum 1933 til 1935 var það hins vegar eingöngu selt sem tvöfalt stykki og hélt það einfaldlega Tvöfalt Snickers.

Fullt af salthnetum

Í hverju Snickers-stykki eru sextán salthnetur. Það þýðir að rúmlega níutíu þúsund kíló af salthnetum fara í að framleiða þessar fimmtán milljónir Snickers-stykkja á hverjum degi.

Nóg af salthnetum í Snickers.

Munstrið á botninum

Hvert stykki er með samskonar mynstur á botninum en það kemur frá færibandinu þar sem Snickers-stykkin kólna eftir framleiðsluferlið í Mars-verksmiðjunni.

Takið eftir mynstrinu.

Grænt Snickers

Þegar að kvikmyndin Shrek the Third var frumsýnd árið 2007 bauð Mars upp á takmarkað magn af Snickers með grænu núggatlagi í anda aðalpersónunnar, hins græna Shreks.

Girnilegt?

Styrktaraðili Ólympíuleikanna

Snickers var aðalstyrktaraðili Ólympíuleikanna í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 1984.

Súkkulaði og íþróttir.

Hermenn elska Snickers

Í Persaflóastríðinu árið 1991 fengu allir bandarískir hermenn sent frosið Snickers-stykki í glaðning á Þakkargjörðarhátíðinni.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa