fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
Matur

Eurovision-stjarna á ketó: Langaði að borða kattamat

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. febrúar 2019 10:00

Daníel er ansi hnyttinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver steig á stóra sviðið í Háskólabíói á laugardaginn í undankeppni Söngvakeppninnar. Daníel flutti lagið Samt ekki, kom salnum og fólkinu heima í stofu í stuð en komst því miður ekki lengra að þessu sinni.

Daníel hefur verið á ketó-mataræðinu síðan í október í fyrra, eins og hann sagði frá í viðtali við matarvef DV á dögunum. Daníel er hnyttinn með eindæmum og fór áhugaverða leið í Facebook-hópnum Keto Iceland í gærkvöldi þegar hann auglýsti eftir hugmyndum að ketó-snarli.

„Mataræðið mitt er stundum svo „boring“. Rjómakaffi og purusnakk þegar ég er á hraðferð,“ skrifar Daníel og heldur áfram.

„Stóð mig að því um daginn að horfa á kattarmatinn hjá Tuma (kettinum mínum) og hugsa: Mmm þetta er girnilegt! Allavega! Ef þið eigið einhverjar góðar og fljótlegar uppskriftir fyrir mig þá endilega deilið.“

Ketó-liðarnir láta ekki að sér hæða og hafa raðað inn hugmyndum á þráðinn, til dæmis uppskriftum að eggaldinpítsum, ostasnakki og salötum. Daníel hefur því úr nægu að velja, en í viðtali við DV rómaði hann ketó-mataræðið fyrir allan peninginn.

„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Þetta er ótrúlegt mataræði. Ég hef svo mikla orku og blóðsykurinn er jafn yfir daginn þannig að ég upplifi ekkert blóðsykurfall, engar skap- eða hungursveiflur. Ég finn þegar er kominn tími til að borða og fæ ekki einhverja klikkaða þrá í mat. Mér líður ótrúlega vel. Ég get ekki lofsamað þetta mataræði nógu mikið. Ég er búinn að grennast slatta á ketó og ég er minna stressaður að fara á svið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!

Ertu í megrun? Fáðu þér þá rauðvín, súkkulaði og osta!
Matur
Fyrir 1 viku

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?

Okureyjan Ísland: Dýrt skyr í Staðarskála – Hvað skyldi það kosta án rjóma?