fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Matur

Landlæknir varar við veganisma: „Ekki viðunandi næring“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 18:00

Landlæknir mælir með fjölbreyttri fæðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri frétt á vef Landlæknisembættisins er varað við því að ung börn lifi eingöngu á jurtafæði, eða svokölluðu vegan fæði.

„Strangt jurtafæði hentar ekki ungum börnum,“ stendur í greininni. „Jurtafæði án mjólkur og eggja, þ.e. grænkerafæði (e. Vegan), er ekki viðunandi næring fyrir ungbörn nema sérstök kunnátta eða ráðgjöf komi til. Jurtadrykkir henta ekki ungbörnum heldur er mælt með brjóstagjöf en fyrir þau börn sem ekki eru á brjósti eða fá ekki nóg er mælt með móðurmjólkurblöndu til hálfsársaldurs og svo stoðblöndu, til dæmis Stoðmjólk, eftir það,“ er bætt við. Þá segja greinarhöfundar, þær Elva Gísladóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjórar næringar hjá embættinu, að aðrir hópar þurfi einnig að passa sig á grænkerafæði.

„Einnig þurfa aðrir viðkvæmir hópar eins og barnshafandi konur og konur með börn á brjósti að vanda val sitt á matvælum. Eins má nefna að grænkerafæði hentar illa fyrir einstaklinga með litla matarlyst og sem borða lítið þar sem kjöt og mjólkurvörur veita mikilvæga orku og prótein og önnur næringarefni í minni skömmtum en jurtafæði.“

Fjölbreytni í fyrirrúmi

Hvatt er til neyslu á fjölbreyttum mat.

„Það er heilsufarslegur ávinningur af því að borða mikið af grænmeti, ávöxtum, berjum, ertum, baunum og öðrum mat úr jurtaríkinu. Þessi heilsufarslegi ávinningur af því að neyta jurtafæðis á einnig við um þá sem borða samkvæmt opinberum ráðleggingum um mataræði, þ.e. að auka neyslu á fæðu úr jurtaríkinu án þess þó að útiloka fæði úr dýraríkinu. Það er ávallt mikilvægt að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi, einnig fyrir þá sem neyta jurtafæðis.“

Veganistar þurfa fæðubótarefni

Vegan fæði hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu og virðast margir borða grænkerafæði út frá siðferðislegum eða umhverfisverndunar sjónarmiðum. Janúar hefur verið helgaður vegan fæði og tekið sér nafnið Veganúar, þar sem ýmsir hafa prófað grænkerafæði í einn mánuð. Í frétt landlæknis er listi yfir mat sem æskilegt er að borða á jurtafæði.

„Æskilegt er að borða mat úr eftirtöldum fæðuflokkum og mismunandi fæðutegundir innan fæðuflokkanna. Grænkerar útiloka þó ákveðna fæðuflokka.

* Belgjurtir, eins og baunir, ertur og linsur, sojaostur (tófú) og aðrar sojavörur.
* Heilkornavörur, t.d. hafragrjón, bygg hýðishrísgrjón, heilkornabrauð og heilkornapasta.
* Grænmeti.
* Ávextir og ber.
* Hnetur og fræ.
* Hreinar og fituminni mjólkurvörur og ostar.
* Drykkjarvörur, t.d. vatn, mjólk, vítamín- og kalkbættir jurtadrykkir t.d. soja-, hafra og hrísdrykkir. Rétt er að benda á að hrísdrykkir eru ekki fyrir börn yngri en 6 ára þar sem þeir geta innihaldið arsen í of miklu magni.
* Jurtaolíur, t.d. rapsolía og ólívuolía. Rapsolía inniheldur ómega-3 fitusýrur en þar sem fiskur er oft ekki hluti af jurtafæði getur verið lítið af löngum ómega-3 fitusýrum í mataræðinu. Það er að vísu ekki sama tegund af ómega-3 fitusýrum í rapsolíu og fiski en líkaminn getur umbreytt hluta af þeim fyrrnefndu í langar ómega-3 fitusýrur. Valhnetur innihalda einnig ómega-3 fitusýrur.“

Þá er þeim sem neyta ekki neinna dýraafurða bent á að taka inn fæðubótarefnin B12 vítamín, D- vítamín og joð.

„Eftir því sem fleiri fæðutegundir eru útilokaðar úr mataræðinu því mikilvægara er að vanda vel valið og velja matvæli sem innihalda þau efni sem líkaminn þarf á að halda. Ef mjólk og egg eru hluti af mataræðinu, svo ekki sé nú talað um fisk, þá er þetta mun auðveldara en ef ekki er neytt neinna dýraafurða,“ stendur í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
14.06.2020

New York ostakaka Guðmundar Franklíns

New York ostakaka Guðmundar Franklíns
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber