fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |
Matur

Ný leið til að opinbera kyn barns fellur ekki í kramið: „Til hamingju! Barnið þitt er viðbjóðslegt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 11:00

Það er strákur!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsælt hefur verið síðustu ár að foreldrar bjóði í teiti þar sem kyn ófædds barns þeirra er opinberað. Er þetta oftast gert með köku þar sem foreldrar skera í kökuna og þá kemur bleikt eða blátt krem í ljós. Einnig hefur verið vinsælt að sprengja blöðru með bláu eða bleiku skrauti inní.

Nú hefur ítalski veitingastaðurinn Villa Italian Kitchen bryddað upp á nýjung í þessum efnum. Veitingastaðurinn býður tilvonandi foreldrum að kaupa lasagna til að opinbera kynið, þar sem osturinn hefur verið litaður annað hvort blár eða bleikur.

Skammturinn af lasagna kostar tæplega sautján þúsund krónur en með honum fylgir hvítlauksbrauð og salat. Skammturinn er ætlaður fyrir tólf manns.
New York Post sagði frá þessari nýbreytni í opinberunarpartíum og hefur fréttin vakið gríðarlega athygli. Virðast flestir netverjar vera sammála um að þetta sé hræðileg leið til að opinbera kyn.

„Til hamingju! Barnið þitt er viðbjóðslegt!“ skrifar þessi tístari:

Á meðan þessi skrifar: „Ég er spennt að tilkynna að ég er að fá…taugaáfall!“:

Þessi skrítla er líka ansi hnyttin: „Kallið mig gamaldags en ég vil að gestirnir viti kyn barnsins áður en ég nota það til að baka lasagna og býð þeim upp á það.“

„Matareitrun í opinberun á kyni,“ skrifar einn tístari.

Og annar blandar kettinum Gretti, eða Garfield, í málið, enda er sá ansi hrifinn af lasagna:

„Eruð þið að reyna að reita Gretti til reiði? Hvað er næst, heil vika með bara mánudögum?!“

„Þetta er viðbjóðslegt,“ skrifar svo enn annar á Twitter.

Hvað segið þið, kæru lesendur DV. Mynduð þið vilja opinbera kyn ófædds barns ykkar á þennan hátt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ástarsamband Ed Sheeran við tómatsósu verður enn sterkara

Ástarsamband Ed Sheeran við tómatsósu verður enn sterkara
Matur
Fyrir 1 viku

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Matur
Fyrir 1 viku

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift

Þið trúið því ekki úr hverju þetta snakk er búið til – Uppskrift
Matur
Fyrir 1 viku

Klárlega langbesta skúffukakan

Klárlega langbesta skúffukakan
Matur
Fyrir 2 vikum

Raunveruleikastjarna varar við ketó: „Þetta er ekki heilbrigt mataræði“

Raunveruleikastjarna varar við ketó: „Þetta er ekki heilbrigt mataræði“
Matur
Fyrir 2 vikum

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“
Matur
Fyrir 2 vikum

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi

Gómsæt súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta fær ketó-drottningin sér þegar hún fer út að borða

Þetta fær ketó-drottningin sér þegar hún fer út að borða