fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Svona heldur stjörnubakari brúðkaup: Fimm tertur og geggjaður götumatur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 14:00

Falleg hjón og fallegar tertur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnubakarinn Duff Goldman, eigandi kökuverslunarinnar Charm City, gekk að eiga unnustu sína Johanna Colbry síðasta laugardag, eftir tæplega árs trúlofun. Duff er hvað þekktastur fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Ace of Cakes á sjónvarpsstöðinni Food Network.

Lukkuleg.

Duff og Johanna buðu 250 gestum í brúðkaupið sem var haldið í náttúrufræðisafninu í Los Angeles. Ekkert var til sparað í brúðkaupinu og var meðal annars búið að koma fyrir litlum húsdýragarði inni á safninu þannig að gestir gætu klappað dýrum til að stytta sér stundir.

Ein af tertunum.

Það voru hins vegar veitingarnar sem stálu senunni, nánar til tekið brúðkaupsterturnar sem voru alls fimm talsins. Ein þeirra vakti sérlega athygli þar sem hún var í sjávarþema og hékk úr loftinu.

Þvílík brúðkaupsterta.

Þá var einnig pretzel-bar með ýmsum sósum og alls kyns götumatur í boði. Eitt er víst – enginn fór svangur úr þessum fögnuði.

Pretzel-bar.
Götumatur.
Ein af tertunum. Þessi var innblásin af brúðarkjólnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa