fbpx
Laugardagur 24.ágúst 2019  |
Matur

Greta Salóme: „Ég fæ samt vandræðalega mikla kvíðaröskun þegar ég bíð eftir svarinu við þessari spurningu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska að búa til góðan mat og hef alltaf gert og ég veit ekkert betra en að dekra við vini og fjölskyldu með góðum mat,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir. Greta er mikill matgæðingur og alltaf á þönum, en matarvefurinn náði samt í skottið á henni til að spyrja hana úr matarspjörunum.

„Ég reyndar trúi því að við lifum að mörgu leiti eins og við borðum,“ segir Greta, aðspurð um hvaða þýðingu matur hafi fyrir henni. „Matur getur haft svo ótrúlega mikla þýðingu fyrir bæði líkamlega og andlega líðan. Þar sem ég æfi mikið þá reyni ég að borða mat í samræmi við það en ég er alls ekki fullkomin þegar kemur að mataræði þó ég reyni að halda fæðunni sem ég borða sem hreinastri.“

Greta er mikill matgæðingur.

Smakkaði hænsnalöpp með klóm og öllu

Því liggur beinast við að spyrja Gretu hver sé hennar huggunarmatur. Hún segist vera nammigrís í laumi og þarf ekki að hugsa sig tvisvar um hver hennar sakbitna sæla sé.

„Súkkulaði, allan daginn. Mér finnst lífið of stutt til að sleppa súkkulaði þó ég taki tímabil þar sem ég snerti það ekki. Mitt fullkomna líf væri samt ef Nóa Síríus súkkulaði væri hollur matur sem ég gæti borðað í hvert mál,“ segir hún. Það besta sem hún hefur nokkurn tímann smakkað er einmitt íslenskt súkkulaði og lakkrís, saman í einu. Það skrýtnasta er hins vegar eilítið undarlegra.

„Ég hef smakkað alls konar mat á öllum ferðalögunum sem ég er í úti að spila. Ég held að það skrýtnasta sem ég hef smakkað er snákur. Það var eitthvað frekar slímugt við það,“ segir hún og heldur áfram með ógeðslegasta mat sem hún hefur smakkað.

„Ég borðaði einu sinni hænsnalöpp úti í Kína, með klóm og öllu. Held að ég komist aldrei almennilega yfir þá reynslu.“

Meðalhófskúrinn sá erfiðasti

Greta segist vera alæta á mat og er til í að prófa hvað sem er. Hún stundar mikla líkamsrækt, og hefur alltaf gert, og segist núna vera á erfiðasta matarkúr sem hún hafi nokkurn tímann prófað.

Tónlistarkonan heldur sér í góðu formi, andlega og líkamlega.

„Ég er búin að prófa allt og ég held að það sé bara hollt að prófa sig áfram í mataræði. Ég hef verið á paleo, ketó og alls konar öðru. Það eina sem ég hef getað gert að þannig lífsstíl að ég hugsa ekki um það er fastan. Ég fasta eiginega alltaf í svona 16 til 18 tíma á dag og sleppi yfirleitt morgunmat. Það er eitthvað sem hefur hentað mér mjög vel og ég finn rosalegan mun á mér þegar ég fasta. Hins vegar er ég á kúr núna sem er sennilega erfiðasti kúrinn sem ég hef reynt, sérstaklega þar sem ég er svo mikil allt eða ekkert manneskja. Þetta er „meðalhófskúrinn“ þar sem ég er að reyna að borða 90 prósent hollt og engar öfgar. Fyrir týpu eins og mig þá er þetta erfiðasti kúrinn að mastera en líka sá mikilvægasti held ég.“

Fíkn sem hún vill ekki losna við

Margir vita ef til vill ekki að Greta er sólgin í Pepsi Max og segist hún vera algjör fíkill í drykkinn.

„Ég held að likamsvökvinn minn sé svona 80% Pepsi Max og 20% vatn,“ segir hún og hlær. „Ég er svakalegur Pepsi Max-fíkill. Ég drekk ekki kaffi og þarna fæ ég koffínið sem kaffifíklarnir fá. Það eru engar kaloríur og enginn sykur í Pepsi Max, eða PAX eins og það er kallað á mínu heimili, þannig að ég er ekki að telja neinar kaloríur í því. Þetta er eiginlega bara fíkn sem ég hef engan áhuga á að losa mig við og held að það sé margt annað verra sem ég gæti verið fíkin í,“ segir hún. Fólk skiptist oft í fylkingar – Pepsi eða Coca Cola – og nokkuð ljóst hvar Greta stendur í þeim efnum. En hvernig líður henni þegar hún pantar Pepsi Max á veitingastað en er boðið Coke Zero í staðinn?

„Föðurlandssvik! Djók, en ég fæ samt vandræðalega mikla kvíðaröskun þegar ég bíð eftir svarinu við þessari spurningu.“

Það kemur því lítið á óvart hvert svarið er þegar Greta er spurð hvaða rétt hún myndi velja til að borða til æviloka?

„Mjög einfalt. Nóa Síríus saltlakkríssúkkulaði með Pepsi Maxi. Og lífið væri fullkomið.“

Hins vegar er svarið einkar skemmtilegt þegar hún er spurð hvernig hún myndi túlka persónuleikann sinn í mat.

„Eitthvað 1944, þó ég borði það aldrei. Ég er alltaf að flýta mér þannig að það yrði að vera eitthvað mjög fljótlegt.“

Greta spilar á fiðlu eins og engill.

Nýtt lag á leiðinni – þó ekki í Eurovision

Eins og alþjóð veit hefur Greta tvisvar farið út í Eurovision fyrir Íslands hönd, fyrst árið 2012 með lagið Never Forget ásamt Jónsa, og síðar árið 2016 með lagið Hear Them Calling. Nú styttist í að lögin í forvali Söngvakeppninnar verði opinberuð og því liggur beinast við að spyrja hvort Greta ætli að freista gæfunnar í keppninni í ár?

„Nei, ég sendi ekki lag inn í Söngvakeppnina,“ segir hún og brosir. Þessi fjölhæfa tónlistarkona er samt sem áður með meira en nóg á prjónunum. „Ég er búin að vera úti um allt að spila bæði innanlands en þó mest erlendis síðan snemma árs 2018. Ég kom heim í desember og er búin að vera heima meira og minna að vinna síðan þá. Ég er reyndar núna stödd úti á Flórída þar sem ég er að spila en kem heim eftir nokkra daga. Ég er búin a vera að vinna mikið með dönskum pródúsent sem heitir Emil Lei og er að gefa út nýjan „single“ 1. febrúar sem heitir Mess it Up. Ég er mjög spennt fyrir því þar sem „soundið“ á honum er mjög skemmtilegt og svo er að koma út EP plata seinna á árinu. Ég er þétt bókuð út árið og verð á miklu flakki en hlakka ótrúlega til að vera meira á Íslandi á þessu ári en því fyrra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola aðdáendur takið eftir – Kanil kók gerir allt vitlaust

Coca-Cola aðdáendur takið eftir – Kanil kók gerir allt vitlaust
Matur
Fyrir 1 viku

Twitter tvístraðist út af tei: „Þvílíkur derringur. Þvílík sjálfsupphafning“

Twitter tvístraðist út af tei: „Þvílíkur derringur. Þvílík sjálfsupphafning“
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana

Þetta er ástæðan fyrir því að þú skoðar kaffivél áður en þú notar hana
Matur
Fyrir 1 viku

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega

Kökur sem misheppnuðust alveg rosalega
Matur
Fyrir 2 vikum

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“

Eru þetta verstu tengdaforeldrar í heimi? – „ Þessi matur gæti drepið mig“
Matur
Fyrir 2 vikum

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut

Hún var að selja bökunarvörur á netinu – Netverjar tóku eftir dónalegum hlut
Matur
Fyrir 2 vikum

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna

Klístraðir kanilsnúðar fyrir alla fjölskylduna
Matur
Fyrir 2 vikum

Bestu vöfflur í heimi

Bestu vöfflur í heimi