fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019
Matur

Nýtt mataræði lofar allt að 4 kílóa þyngdartapi á tveimur vikum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 08:42

Mataræðið er fjölbreytt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsstílsgúrúinn Janet Thompson hefur hannað nýtt mataræði, en hún er hvað þekktust fyrir bókina sína Fat to Flat sem kom út árið 1995. Nýja mataræðið gengur út á að skipta matvælum í litaða hópa og er afar einfalt að sögn Janet. Geta þeir sem borða eftir mataræðinu misst allt að fjögur og hálft kíló á tveggja vikna tímabili.

Mataræðið heitir Color Fast Reset Programme og sagt er frá því á vef Daily Mail. Í mataræðinu eru fjórir flokkar: Rauður, Grænn, Blár og Bleikur. Í þeim rauða er matur með ekkert næringarlegt gildi, þeim græna eru ávextir, grænmeti og baunir, í þeim bláa er fita og prótein og í þeim bleika er sterkjumikill matur.

Takmarka á neyslu á sterkjumiklum mat.

Þetta mataræði gengur út á að borða ákveðið mikið af matvælum í hverjum flokki. Til dæmis má borða eins mikið og maður vill úr græna flokkinum, en mælt er með sjö til átta einingum af mat úr þeim flokki. Hins vegar þarf að takmarka mat úr bleika flokkinum og aðeins mælt með þremur einingum á dag. Þá er einnig mælt með að velja vel í þeim flokki og skipta til dæmis út hvítu brauði fyrir súrdeigsbrauð.

Sætindi eru í lágmarki.

Í bláa flokknum eru til dæmis mjólkurvörur, kjöt, fiskur, hnetur og fræ. Einnig er mælt með að borða ekki ótakmarkað úr þeim flokki, þó að matvæli úr þeim flokki ættu að vera í hverri máltíð. Rauð matvæli, til dæmis sykur og unnin matvara, eru síðan í lágmarki, nema þegar fólk vill gera vel við sig.

Janet tekur einnig fram að stöku vínglas geti ekki skemmt mataræðið og leggur mikið upp úr því að banna engin matvæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“
Matur
Fyrir 1 viku

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús

Léttir réttir til að hringja inn sumarið – Drífðu þig inn í eldhús
Matur
Fyrir 1 viku

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming

Sláandi myndband – Vinsælt eldunarsprey sagt valda sprengingum í eldhúsum – Bruni, blinda og afskræming
Matur
Fyrir 1 viku

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“

Eiríkur bendir á stóran galla á flestum heimilum: „Mak­inn þarf nú, með troð­fullan mag­ann, að strita í nokkra klukku­tíma“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina

Ótrúlegir snúðar sem æra óstöðuga – Sjáið uppskriftina