fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |
Matur

Býr í bíl og sparar tugi þúsunda á gámagramsi: „Ég hvet til neyslu á rusli“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 13:00

Hjónin alsæl með afrakstur gámagramsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dans- og jógakennarinn Ranae Scott frá Kaliforníu þarf að ferðast mikið vegna vinnu þar sem hún helgaði sig klettaklifri árið 2015. Til að eiga fyrir ferðalögum hefur Ranae búið í bíl síðustu þrjú árin og lifað á mat sem hún finnur í ruslagámum.

Ranae í skýjunum.

Ranae var kynnt fyrir gámagramsi í júní árið 2015 og stundar það að kafa ofan í ruslagáma til að finna mat sem er í lagi og hæfur til neyslu ásamt eiginmanni sínum, Yoav. Þau hjónin hafa ferðast um gervöll Bandaríkin í bílnum sem þau búa í, en Ranae segir í samtali við Metro að hún hafi gert sér grein fyrir hættunni sem stafar af sóun eftir að hún breytti um lífsstíl. Ekki skemmir svo fyrir að hún segist spara um 25 þúsund krónur á mánuði í matarinnkaupum.

„Síðustu þrjú árin hef ég búið í bíl; tvö ár í Hondu, áður en ég hitti eiginmann minn, Yoav. Við fengum okkur stærri sendibíl til að það færi betur um okkur og svo við gætum eldað inni,“ segir Ranae. „Við búum svona svo við getum ferðast og klifið kletta, leikið okkur, lifað utan dyra en einnig svo við getum skipt um heimakynni á nokkurra mánaða fresti án mikillar fyrirhafnar.“

Fann sig knúna til að gramsa

Hún sér ekki eftir því að vinir hennar hafi kynnt hana fyrir gámagramsi.

„Um leið og ég uppgötvaði hve auðvelt væri að gramsa í gámum og hve miklum góðum mat er sóað varð þetta nauðsyn fyrir mér. Ég fann mig knúna til að gramsa, ekki aðeins til að spara pening heldur einnig til að taka siðferðislega afstöðu. Af hverju ætti ég að kaupa mat þegar mikið af honum er á leiðinni í urðun? Af hverju geri ég ekki öllum greiða, þar á meðal sjálfri mér, og létti aðeins á ruslinu í tunnunni? Ég myndi aldrei kaupa mikið af því sem ég finn í gámum því það er of dýrt,“ segir Ranae. Hún segist þó vera meðvituð um að hún ein geti ekki breytt heiminum.

Yoav með fullan kassa af gámagóssi.

„Ég held að það sé mikilvægt að muna að þú átt ekki eftir að bjarga heiminum upp á eigin spýtur og maður þarf að geta haldið þessu við,“ segir hún. „Þannig að, gramsið þegar þið getið og verslið þegar þið getið ekki gramsað, eða þegar þið viljið eitthvað sem gámaguðirnir eiga ekki til.“

Hvetur grænkera til að neyta dýra úr ruslagámi

Hún vonar að fleiri snúi sér að gámagramsi í einhverju magni í nánustu framtíð.

„Mig langar líka að alræmd stórfyrirtæki taki meiri ábyrgð á sinni sóun. Vonandi munu þau einhvern daginn gera breytingar eins og að selja vörur sem eru á síðasta snúningi á lækkuðu verði, gefa vörur eða jafnvel hafa körfu í versluninni með ókeypis vörum sem eru ljótar eða óseljanlegar,“ segir hún og bendir grænkerum á að gámagrams geti verið sniðugt fyrir þá.

Grillveisla úr rusli.

„Varðandi veganisma, til dæmis, af hverju er ekki hægt að taka dýraafurðir úr gámum? Það er búið að slátra dýrinu algjörlega til einskis ef afurðanna er ekki neytt. Ég hvet ekki til neyslu á dýraafurðum, ég hvet til neyslu á rusli fremur en innpökkuðum mat sem er í raun ekki matur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika

Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu – Stökkt undir tönn og brakandi af ferskleika
Matur
Fyrir 1 viku

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos

Unnusta Robin Thicke harðlega gagnrýnd eftir að hafa gefið dóttur þeirra Flamin’ Hot Cheetos
Matur
Fyrir 2 vikum

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið

Chrissy Teigen borðaði ofursterka vængi – Endaði á spítala í kjölfarið
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“

Íslenskur þjónn sakar bankastarfsmenn um fíkniefnaneyslu: „Ef þú sérð börn á veitingastaðnum, þrífðu þá eftir þig ógeðið þitt“
Matur
Fyrir 3 vikum

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma

Kona reyndi að gefa starfsmanni McDonalds rafstuð því pöntunin tók of langan tíma