fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 10:00

Passið ykkur á orkublöndunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taurine er lykilhráefni í mörgum orkudrykkjum, þar á meðal Red Bull. Þegar þessu efni er blandað saman við áfengi getur það haft skaðleg áhrif á þann sem drekkur, samkvæmt nýrri rannsókn. Getur blandan dregið úr ótta og ýtt undir erfiðleika í samskiptum við aðra á meðan sá hinn sami er undir áhrifum áfengis. Þetta getur síðan aukið hættu á slagsmálum, ofbeldi og þátttöku í vafasömum verknaði.

Sagt er frá rannsókninni á vef Science Daily en hún var framkvæmd af vísindamönnum við háskólann í Portsmouth á Englandi og háskólann í Santa Maria í Brasilíu. Vísindamennirnir könnuðu hvaða áhrif blanda af taurine og áfengi hefði á zebrafiska, nánar til tekið 192 fiska.

Fiskunum var skipt í torfur og komust í tæri við annað hvort vatn, taurine, áfengi eða blöndu af taurine og áfengi í samtals klukkustund. Fylgst var með hegðun þeirra allan tímann. Fiskarnir sem komust í tæri við blöndu af áfengi og taurine höfðu ekki eins mikil samskipti við aðra fiska og fiskarnir sem komust aðeins í tæri við vatn eða áfengi. Þá sýndu fiskarnir sem fengu taurine- og áfengisblönduna einnig af sér meiri áhættuhegðun.

Ofbeldi og áhættuhegðun

Dr. Matt Parker stjórnaði rannsókninni, en niðurstöður hennar eru birtar í Journal of Psychiatric Research. Hann segir margt að varast þegar kemur að því að blanda orkudrykkjum saman við alkóhól.

„Áfengi minnkar hömlur okkar og í litlum skömmtum getur það leitt af sér slökun og alsælu. Í stórum skömmtum getur þessi lági þröskuldur hins vegar valdið vandamálum er varðar ofbeldi og áhættuhegðun. Fólk ætti að vera á varðbergi fyrir því að það að drekka orkudrykki með áfengi gæti veikt dómgreind þeirra.“

Þá bætir hann við að zebrafiskar sýni svipuð viðbrögð við áfengi og mannfólk og því voru þeir ákjósanleg tilraunadýr í þessari rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð
Matur
Fyrir 3 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 6 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 1 viku

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr