fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Kaflaskil: „Ekki útbrunnið og lokað að eilífu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 12. janúar 2019 22:09

Ein stór fjölskylda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðnum Le Kock í Ármúla 42 og bakaríinu Deig við Seljabraut var formlega lokað í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum staðanna, þeim Karli Óskari Smárasyni, Knúti Hreiðarssyni og Markúsi Inga Guðnasyni, sem birt er á Facebook-síðu Deig í dag.

„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu. Starfsemi staðanna okkar tveggja er nú komin undir eitt og sama þak í húsnæði okkar á Tryggvagötu 14. Þar munum við halda áfram að gera það sem við erum best í, alla daga, alltaf,“ skrifa þeir um leið og þeir þakka viðskiptavinum sínum frábærar viðtökur.

Ævarandi vinatengsl

„Hugmynd sem kviknaði fyrir rúmum tveimur árum, eftir erfiða 14 tíma vakt milli þriggja vina varð fljótt að farsælu, virtu og vinsælu fyrirtæki. Án ykkar hefði draumur okkar, sem heldur enn áfram að vaxa á hverjum degi, aldrei orðið að veruleika. Það er ekki sjálfgefið hér á landi, óháð því í hvaða rekstri það kann að vera,“ skrifa þeir enn fremur og fara mikinn þegar starfsfólki staðanna er lýst.

„Okkar frábæra starfsfólk, sem við lítum á nú sem okkar fjölskyldu, á allt það hrós skilið sem finnst í þessum heimi fyrir dugnað, hollustu og eilífa þolinmæði. Ævarandi vinatengsl hafa myndast á þessum seinustu tveimur árum og því erum við stoltastir af. Fyrirtæki af þessari tegund getur bara vaxið og dafnað fyrir tilstilli slíkra aðila. Þið vitið hver þið eruð. Við erum orðlausir, auðmjúkir og stoltir.“

Þungbær ákvörðun

Þeir segja einnig að þessi ákvörðun hafi verið erfið.

„Ákvörðunin um lokun staðanna tveggja var þungbær í byrjun en okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi að veruleika varð að stíga þessi skref til fulls,“ skrifa þeir og bæta við að þá hlakki til að leggja fullan kraft í starfsemina að Tryggvagötu 14.

„Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Tryggvagötu 14. Allir saman á ný, sveittir á línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa