fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
Matur

Djúpstætt áfall Guðrúnar Sóleyjar: „Ég dofnaði upp“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 13:30

Guðrún Sóley hefur verið vegan í þrjú ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndaði strax firnasterka tengingu við Jósefínu. Ég skynjaði á henni alveg magnaða greind og litróf af tilfinningum. Mjög sterkan karakter,“ segir fjölmiðlakonan og matgæðingurinn Guðrún Sóley Gestsdóttir. „Hún tók sér bólfestu í hjartanu á mér.“

Þetta hafði Guðrún Sóley að segja um sín fyrstu djúpstæðu tengsl við dýr, en það var við tíkina Jósefínu sem kom inn á æskuheimili hennar. Guðrún Sóley sagði söguna af sér og Jósefínu á viðburðinum Trúnó sem haldinn var á Stúdentakjallaranum á vegum Samtaka grænkera á Íslandi. Segir Guðrún Sóley að þetta hafi verið í raun byrjunin á sínum veganisma, en hún hefur verið vegan í þrjú ár og gaf nýverið út bókina Grænkerakrásir.

„Þetta var mín fyrsta og allra dýpsta tenging við dýr. Síðan hef ég myndað óteljandi tengingar við dýr,“ segir fjölmiðlakonan.

Hryllings gætir alls staðar

Hún bætir við að tengingin á milli afurðarinnar á matardisknum og dýra hafi ekki komið fyrr en mörgum árum síðar, nánar tiltekið í kúrs við Háskóla Íslands sem heitir Dýr í máli og myndum og kenndur af Gunnari Theódóri Eggertssyni,

„Það er skemmst frá því að segja að vitræn, hlutlæg umfjöllun um birtingarmyndir dýra í samtímanum okkar gerðu það að verkum að ég fór ekki ógrátin úr neinum tíma hjá honum,“ segir Guðrún Sóley og bætir við að börnum sé kennt að bæla samkennd með dýrum sem þeim er í blóð borin en að „hryllings gæti alls staðar þar sem dýraafurðir eru framleiddar.“

Bók Guðrúnar Sóleyjar, Grænkerakrásir.

„Ég fraus“

Guðrún Sóley býður síðan upp á dæmisögu til að lýsa þeim viðsnúningi sem varð í hennar lífi þegar hún gerðist vegan.

„Ég lenti í ástarsorg, svolítið slæmri, eins og við öll gerum oftar en einu sinni. Ástarsorg er áfall og varð svolítið djúpstætt áfall í mínu tilviki,“ segir hún. „Ég dofnaði upp,“ bætir hún við, en segist alla jafna vera afar tilfinningaríkur einstaklingur. „En í ástarsorginni þá gerðist þetta. Þetta risastóra einkenni að ég dofnaði öll. Ég fraus.“

Guðrún Sóley sá þetta sem einkenni vanlíðan og lýsti þessu við íshjúp sem hún var föst inni í.

„Smátt og smátt fór ég að vinna í mínum málum. Tíminn leið og eins og við vitum læknar hann flest sár,“ segir hún. „Ég tók örugg skref í átt að bata að finna til aftur. Ég leit á það sem svo mikið batamerki þegar ég fór að gráta yfir bleyjuauglýsingum,“ segir hún og líkir þessu við líðan sína þegar hún gerðist vegan.

„Íshjúpurinn utan um mig bráðnaði og batamerkin fóru að láta á sér kræla. Ég fór að finna til með dýrunum,“ segir hún. „Ég vil meina að það sé heilbrigðis- og batamerki að geta sett sig í spor þeirra, að geta tekið skref í áttina að ábyrgari tilveru, að axla ábyrgð á okkur sjálfum og okkar neyslu. Þetta var mín brú inn í veganisma.“

Tölu Guðrúnar Sóleyjar á Trúnó má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan, sem og fyrirlestra annarra grænkera:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Ótrúlegur munur á Kolbrúnu á nokkrum mánuðum: „Ég var orðin svo þung að ég fékk sjokk“

Ótrúlegur munur á Kolbrúnu á nokkrum mánuðum: „Ég var orðin svo þung að ég fékk sjokk“
Matur
Fyrir 1 viku

Myndband af ógeðfelldu athæfi starfsmanns Burger King fer eins og eldur í sinu um internetið

Myndband af ógeðfelldu athæfi starfsmanns Burger King fer eins og eldur í sinu um internetið
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt

Ketó karrýfiskur – Meira að segja gikkirnir borða þennan rétt
Matur
Fyrir 2 vikum

Viltu lifa lengur? Þá skaltu ekki láta þetta ofan í þig

Viltu lifa lengur? Þá skaltu ekki láta þetta ofan í þig