fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019
Matur

Grilluðu stærsta hamborgara Íslandssögunnar en gleymdu frönskunum: „Kannski viss skandall“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sátum bara saman félagarnir og vorum að fá okkur einn kaldan. Okkur langaði að gera eitthvað spennandi og þá var fyrsta hugmyndin hamborgari,“ segir Alfreð Fannar Björnsson. Hann og vinur hans, Atli Kolbeinn Atlason, afrekuðu það á dögunum að grilla stærsta hamborgara Íslandssögunnar, eftir því sem þeir best vita.

Markmiðið var að grilla tuttugu kílóa hamborgara, en lokaafurðin endaði í rúmu sautján og hálfu kílói og leyfði Alfreð áhugasömum að fylgjast með á Snapchat undir nafninu Alli-tralli. Þeir félagar súpa hveljur þegar blaðamaður innir þá eftir öllu því sem fór í borgarann fræga.

„Þetta er ekki eins og að grilla venjulegan hamborgara þar sem þetta er tæplega sextíu manna borgari. Hann var úr 8 kílóum af nautahakk með 20% fituinnihaldi, 3150 grömmum af beikoni, 3,1 kílói af brauði, 20 tómötum, 4 krukkum af súrum gúrkum, 4 laukum, 6 pottum af salati, 8 eggjum, 100 grömmum af hveiti, 2 kílóum af osti og 2 lítrum af sósu,“ segir Atli.

Alfreð og Atli stoltir með borgarann.

Hátt í sólarhrings vinna

Þeir félagar segja það ekki hafa verið vonbrigði að tuttugu kílóa markmiðinu hafi ekki verið náð. Þeir lögðu mikið á sig í undirbúningnum og sjálfri grilluninni og tók allt ferlið tólf til átján klukkutíma með ferðum til Reykjavíkur, en þeir vinirnir eru báðir búsettir í Grindavík.

En klikkaði ekkert í þessari ofur matargerð?

„Það klikkaði ekkert,“ segir Alfreð glaður og bætir við: „Það sem kom okkur á óvart var að þetta gekk allt eins og í sögu.“

Alfreð og Atli lögðu mikla áherslu á að borgarinn yrði bragðgóður og segja hann hafa verið upp á tíu. En náðu þeir tveir að klára hann allan?

„Nei. Við vorum tvær fjölskyldur saman að snæða hann og það var hellings afgangur,“ segir Alfreð. Hve saddir urðu þið á skalanum 1 til 10?

„12!“

Frönskuskandallinn mikli

Hamborgaraunnendur taka þó eftir að eitt sárlega vantar á hamborgaradiskinn – nefnilega franskarnar. Vinirnir einfaldlega gleymdu þeim.

Takið eftir – engar franskar!

„Við hugsuðum aldrei út í það. Það er kannski viss skandall að gera ekki franskar með. Þetta var svo svakalega stór hamborgari að við hugsuðum ekki út í franskarnir, né eitthvað annað meðlæti. Við elskum franskar – okkur datt bara engan veginn í huga að græja þær,“ segir Atli.

Þeir Alfreð og Atli hafa fengið mjög góð viðbrögð við þessu uppátæki sínu og eru strax farnir að hugsa um næstu ofur matseld.

„Það kemur næsta sumar. Vil viljum ekki segja frá því sem við erum með í huga að svo stöddu. Við ætlum að hugsa þetta í þaula,“ segir Alfreð, og hvetur fólk að framkvæma hugmyndir sínar – ekki sitja á þeim.

En er einhver leið að fara aftur í hefðbundna hamborgara eftir þetta borgarabrjálæði?

„Venjulegir hamborgarar eru alltaf klassískir þannig að það er ekkert mál. Svo tekur nú ekki nema tíu mínútur að græja þennan venjulega hammara,“ segir Alfreð og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Búrið hennar er svo skipulagt að við eigum ekki til orð

Búrið hennar er svo skipulagt að við eigum ekki til orð
Matur
Fyrir 3 dögum

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“

Móðir bendir á agalega mikið magn sykurs í páskaeggjum: „Fjandinn hafi það!“
Matur
Fyrir 4 dögum

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“

Hún gerði afdrifarík mistök í þynnkunni: „Það er hættulegt að borða hollt“
Matur
Fyrir 4 dögum

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn

13 verstu kvöldbitarnir: Ekki borða þetta fyrir svefninn
Matur
Fyrir 1 viku

Þessar sóðalegu pylsur eiga eftir að bjarga föstudagskvöldinu

Þessar sóðalegu pylsur eiga eftir að bjarga föstudagskvöldinu
Matur
Fyrir 1 viku

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu

Þú gleymir pottþétt að gera þetta í hvert sinn sem þú kaupir vatnsmelónu